mánudagur, október 31, 2005

...ég er eiginlega ennþá lasin og orðin frekar leið á þessu. Kvefið er mikið og er byrjuð að hósta, Gunnar er farin að kalla mig Snörlu sem ég er ekki alveg sátt við! Var auðvitað bara heima um helgina og hafði það eins gott og hægt var, spjallaði við mömmu í símann því kerlan átti afmæli á laugardaginn og horfði svo á Veronica Mars á dvd. Gunnar og Bjössi fóru í Halloween-partý en voru báðir stilltir strákar og komu snemma heim og elduðu sér pasta! :)

Gerist auðvitað ekki mikið þegar maður fer ekki út úr húsi, fór samt í mat til tengdó í gærkvöldi og fyllti mallann af kjúlla og meðlæti *slurp*, kom svo heim og fór að sofa klukkan 22.´

Vá hvað þetta er óáhugavert blogg...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehehe snörla eins og ein ónefnd gella í firðinum;)láttu þer batna skutla

gummo sagði...

já gerðu það, láttu þér batna FLJÓTT me need you...

Sirrý Jóns sagði...

...hahahaha Kle einmitt það sem ég hugsaði! :)

Er annars skárri í dag þannig að þetta fer alveg að koma, samt alltaf gaman ef einhver þarnast manns... :)