...er búin að horfa á hálfa Spider-man 2 og er ekki að nenna að klára hana en æla að pína mig til þess eftir þetta blogg. Hún er örugglega fín en byrjar mjög hægt og ég er eitthvað svo eirðarlaus að ég hef enga þolinmæði til að festa mig yfir henni. Var annars í mat úti á Nesi áðan eins og svo oft áður, vorum að hjálpa til við að borða afgangana frá því á sunnudaginn en þá var okkur boðið í hangikjöt og alles bara eins og á jólunum *slurp*. Í dag vorum við samt svo heppin að fá smá slátur með líka og váví hvað mér finnst blóðmör góð *nammi namm*, verð að kaupa mér blóðmör við tækifæri.
Annars svo sem ekkert að frétta frekar en venjulega nema jú ég mæli með myndinni Crash sem skartar fjölda þekktra leikara í aðalhlutverkum. Skellið ykkur á leiguna og takið þessa ef ykkur langar að sjá alvöru mynd, þið verðið ekki svikin!!!
En well, aftur í Spider-man...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli