laugardagur, október 15, 2005

...ég hlýt að vera orðin gömul því ég vaknaði 2x í nótt til að pissa og glaðvaknaði svo klukkan 6:30. Ég sem píndi mig til að vaka til miðnættis í gær svo ég gæti sofið vel í nótt (vaknaði sko líka snemma í gær en ekki fyrr en að verða 9 samt!). Eftir að hafa ráðið krossgátur og spilað mini-golf í gemsanum var kominn tími á að ná í Fréttablaðið, fá sér seríós og senda Gyðu sms um að ég kæmi með henni í ræktina. Hún var að fara í afró-dans svo ég, sem þoli ekki eribik og þannig, skellti mér með en var samt með kvíðahnút í maganum yfir þessu og var næstum farin á brettið í staðinn. En sem betur fer píndi ég mig í tímann og váví hvað þetta var gaman, miklu grófari spor en í ógeðis eróbikinu og mikill hraði og sviti og trommur og allt bara. Ætla aftur næsta laugardag, skemmtilegt að brjóta brennsluna aðeins upp! :)

Vonir mínar rættust og ég er að fara í bíó og kaffihús með Hildi Jónu og Örnu í kvöld. Verð að viðurkenna að ég hlakka voðalega mikið til að hitta þær og komast að hvað er að gerast hjá þeim og drekka sweet sweet coffee!! :D

Er orðin voðalega þreytt og langar svo að leggja mig, bara svona pínu smá en held að það sé eiginlega alveg bannað. Nenni ekki að lenda í eins og á fimmtudaginn þegar ég rotaðist svo að hvorki ótal símtöl né Gunnar gátu vakið mig. Ég, sem aldrei þessu vant gat valið um tvennt til að eyða tímanum í gerði hvorugt en get huggað mig við að mig dreymdi amk skemmtilega! Hmmm var ég búin að skrifa þetta?? Æi man það ekki *hux*, sko ég sagði ykkur að ég væri orðin gömul...

3 ummæli:

gummo sagði...

Go we go we go we við erum æði, við erum afrískar konur með stóra rassa og brjóst sem dillast ;)

Sirrý Jóns sagði...

...hmmm hef ekki tekið eftir að brjóstin mín séu stór en rassinn er vel sýnilegur... ;)

Bryndis Frid sagði...

æði ohhh afró er svo mikið æði hvar voru þið? þú ert ekkert að vera gömul það þýðir að það aðrir í kringum þig eru að vera það líka og það er ég sko ekki heheheheheh
Knús