fimmtudagur, október 13, 2005

...heij Spider-man 2 var svo bara mjög skemmtileg, ég þurfti greinilega bara að koma mér í "horfa á eitthvað" stuðið! :) Það er allt leiðinlegt ef maður nennir ekki að gera það og það vitum við öll.

Á aðfaranótt sunnudags þann 11. október eignuðust besti vinur hans Gunnars og Stebba konan hans strák. Við brunuðum í gær að kíkja á gripinn og ji minn eini hvað hann er lítill og sætur, ekkert krumpaður eða rauður bara ofboðslega fallegur. Undarlegt að sjá þetta kríli sem er 14 merkur og vita að ég var miklu minni eða aðeins 11 merkur. Við eigum reyndar eftir að kaupa sængurgjöf handa honum og það er á dagskránni á næstunni og hef ég ákveðið að ég fái að ráða en Gunnar að borga!! ;) Góð skipti ekki satt??

Ég hef verið að spila mikið í GameBoy Advance tölvunni minni upp á síðkastið Gunnari til mikillar ánægju því þá getur hann sökt sér í World of Warcraft á meðan og ekkert tuð í kerlunni. Er orðin alveg húkt á leik sem heitir Super Mario World, svo húkt að ég bara verð að gera öll aukaborðin og finna auka útganga og allt þetta dótarí. Verst að ég er frekar léleg og virðist ekkert verða betri með æfingunni en jæja ég hef amk gaman að þessu þó mig langi stundum að grýta tölvunni í gólfið og það berist djöfulleg óhljóð frá mér.

Spurning hvort ég komist í ræktina í dag, hef verið allt of lengi á leiðinni að kaupa mér kort og þða virðist allt eitthvað "koma uppá" þegar ég ætla að skella mér af stað! ;) Held að þetta heiti leti á hreinni á íslensku en ég hugsa þó amk um að gera eitthvað ólíkt mörgum...

1 ummæli:

gummo sagði...

hey hó jibbí jei koma koma koma í ræktina vei vei vei go Sirrý go Sirrý kjarnakona