...fór á Flightplan á laugardaginn í Háskólabíó. Myndin var nokkuð góð en öðruvísi en ég hafði búist við. Salurinn var hrein hörmung, ekki tjaldið sjálft eða hljóðið kannski en sætin - jesús minn almáttugur!! Þau eru lítil og þröng, ég var að kremjast á milli Hildar Jónu og Örnu og ekki eru þær nú stærstu konur í heimi og ég sem næ ekki alveg að slefa í 165 cm ( er 163,7) var með hnén alveg í sætinu fyrir framan mig og svo eru engin statíf fyrir glös eða flöskur sem er undarlegt því það mundi nú aldeilis vera gott fyrir nemendur á fyrirlestrum að geta geymt vatnsflöskuna eða kókið þar. Hneyksl og meira hneyksl og mig langar aldrei aftur að fara í stóra salinn í Háskólabíói! Aldrei!! ALDREIIII!!!!
Átakið byrjar vel með harðsperrum og fylgikvillum og hádegisferð á KFC í dag *roðn*! Var búin að vera að deyja úr löngun í KFC síðan um helgina og Gunnar bauð mér í hádeginu. Þvílíkt hvað hugurinn gabbar mann aftur og aftur í að kaupa svona skyndibitaruslcrap, í minningunni er þetta alltaf svo gott en þegar maður byrjar að gæða sér á þessu er þetta ekkert eins gott. Maður verður of saddur en ekki "gott" saddur eins og af hollum mat, heldur þungur og asnalegur. Svo fær maður klígju og velgju og vonda samvisku yfir hvað þetta er dýrt. Æji þið þekkið þetta sennilega flest öll!
Ætla í ræktina á morgun en ekki á skyndibitastað svo mikið er víst. Stefnan sett á hlaup og svo BodyBalance og hinn daginn ætla ég í BodyPump. Svo er bara að setjast niður og plana hina dagana en næsti laugardagur er sko upptekinn því þá ætla ég aftur í afró og verða sterk og stollt kona sem er ánægð með það sem hún hefur...
4 ummæli:
já já falleg stolt kona með brjóst og rass og mjaðmir
já mar! Þú gleymir gáfunum félagi. OG ljósu lokkunum.
Þú ert að verða svo dugleg í ræktinni, ég er farin að fá samviskubit...
gáfur....
úff, nú ertu á hálum ís væni. Sirrý er búin að vera svo dugleg í ræktinni að hún er orðin massaköggull núna! Ég myndi allavega ekki vilja mæta henni í dökku húsasundi! :S :o
Skrifa ummæli