föstudagur, október 14, 2005

...í dag var ég hetja og reif mig á lappir fyrir klukkan 9 og skellti mér í ræktina með frænku gömlu og púlaði í jógalates. Skellti mér svo á árskort og stefni á að mæta aftur á morgun en slappa af á sunnudag. Já ég finn að þetta er allt að koma!! :) Það varð reyndar svolítil auka líkamsrækt í labbformi hjá mér því við Gyða fórum í Kringluna eftir að hafa hesthúsað seríósi og léttmjólk, fylgdi svo Gyðu í vinnuna og ætlaði að labba niður á Hlemm. Var svo að tala í símann við Hildi Jónu og ákvað að labba aðeins lengra, skellti mér svo inn í bókabúð og aðra bókabúð og búbbs skiptimiðinn var útrunninn (hann gilti í ekki litla tæpa 2 tíma) svo ég var að labba alla leið á Neshagann. Það var reyndar voðalega hressandi svona í haustveðrinu og velklædd!! :)

Á morgun er stefnan sett á að hitta Hildi Jónu og kannski Örnu og gera eitthvað skemmtilegt eins og bíó og kaffihús. Vona bara að það verði eitthvað úr þessu því það er langt síðan ég hef hitt þær almennilega. Hmmm ætti kannski að ath hvað er í bíó bara svona til öryggis...

Engin ummæli: