...það hafa verið rólegir dagar hjá mér undanfarið, bara legið og lesið, spilað tölvuleiki og horft á teiknimyndir og sjónvarpsþætti. Ahhh þetta er lífið!! ;) Í gær var reyndar smá breyting á því okkur var boðið í mat út á Nes því Ásta Rún ofurskutla varð 17 ára, fengum dýrindis kjúklingabringur og með þeim og svo horfðum við á The Labyrinth með henni sem við gáfum henni reyndar í afmælisgjöf! :) Svo var kominn tími á að nýta miðana sem við áttum á Charlie and the Chocolatfactory og við brunuðum í Kringlubíó. Það voru örugglega ca 10 manns samtals á öllum myndum og við vorum bara tvö á Charlie. Mér fannst það frekar skrítin og svolítið óþæginleg tilfinning fyrst en svo var það bara kósý og þæginlegt!! :D Myndin var skemmtileg, amk leið tíminn nógu hratt en vá hvað hún var samt undarleg og hvað Willy Wonka er krípí *hrollur*.
Svo er það helgin, já helgin, helgin, helgin. Mig langar út á lífið enda fer ég ekkert svo rosalega oft undanfarið. Get farið í tvö partý og verð bara að sjá til í hvort ég fari eða hvort ég fari nokkuð nema upp í rúm! Sjáum til með þetta allt en ætla amk að þvo svona til öryggis...
1 ummæli:
Takk fyrir Labyrinth, það hefur verið langþráður draumur minn að eignast hana! ;) Og btw þá klukkaði ég þig á minni síðu, en ég sé að þú hefur verið klukkuð áður svo að þú þarft ekkert að svara því :) ps takk fyrir gjöfina aftur! ;*
Skrifa ummæli