laugardagur, desember 10, 2005

...ætlaði í heimsókn til Dönu og Sverris í gær en komst ekki sökum mikilla magaverkja. Það er auðvitað ekkert nýtt á þessum bæ en ég var samt alvarlega farin að íhuga á tímabili hvort botnlanginn (blessuð sé minning hans) hefði vaxið aftur og vildi komast til forfeðra sinna!

Æði dagsins er svo mygluostur og alveg sama hvernig hann er á litinn. Spurning hvort hann fari vel í magann? Læt ykkur vita seinna! ;) Ef ég fæ æði fyrir einhverjum mat þá er ég alltaf spurð hvort ég sé kannski bara ólétt. Fyrir ykkur sem eruð í þeim þankaganginum get ég sagt ykkur hreint út nei þó að ég hafi verið með legverki um daginn. Spurjið mig um svoleiðis hluti þegar ég get ekki hamið mig í poppáti og rababaranarti. Mér finnst bara mygluostur og ólívur vera eðlilegur matur til að narta í!! Varúð samt, aldrei borða síld, skyr og ólívur fylltar með papriku og tabascosósu á innan við hálftíma, áááááiiii...

Engin ummæli: