mánudagur, desember 12, 2005

...klukkan hálf 3 á laugardaginn var hringt í mig sem er svo sem ekki frásögufærandi nema að það voru Dana og Sverrir að spurja hvort ég vildi koma með þeim á jólatónleika Frostrósanna með íslenski dívunum og þeir áttu að byrja klukkan 4. Svo ég dreif mig af stað og
borðaði
talaði
hringdi
talaði
háttaði
bleytti
sápaði
þvoði
skolaði
þurrkaði
kremaði
klæddi
blés
málaði
hringdi
og
fór
allt á vel innan við klukkutíma

Þetta var rosalega skemmtilegt og fallegt og ég verð að viðurkenna að eitt eða tvö tár létu sjá sig í augnhvörmunum. Ég er ofboðslega glöð að þau hringdu og spurðu mig því ég er svona manneskja sem sé auglýsingar og hugsa með mér hvað það væri gaman að fara en fer aldrei.

En nú er best að fara að byrja á einhverju af öllu þessu sem ég ætla að koma í verk í dag...

3 ummæli:

Bryndis Frid sagði...

náði þú að koma einhverju í verk. cool ég er líka svona manneskja sem sér en fer aldrei, hvað getum við gert til að breita þessu?

Nafnlaus sagði...

Bíddu nú við...féllu eitt eða tvö tár? Það er nú ekki eðlilegt. Þarftu ekki að láta athuga þetta? Þú gætir verið haldin þessum óskemmtilegheitum: http://www.grafix4me.de/data/media/3/botfly_1.jpg

Ég held að það sé um að gera að athuga þetta.

-Atli beibí

Sirrý Jóns sagði...

...takk fyrir ábendinguna elsku Atli minn, þú klikkar aldrei á góðmennskunni í minn garð. Eftir mikla athugun í öllu speglaflóðinu á baðherberginu hefur verið úrskurðað að um enga lirfu sé að ræða heldur aðeins ofvirka tárkirtla... :)