...vá hvað ég er búin að vera mikið nörd núna! Var að downloada LimeWire og er búin að ná mér í nokkur lög og, undirbúið ykkur undir þetta, 5 þætti af Thundercats og 2 af Jem and the Holograms. Já já bara töff að vera með nostalgíu á mjög háu stigi. Var líka að gera tölvuna persónulegri og fékk mér bakgrunn með mynd af Panthro *roðn* og er þar af leiðandi búin að skoða endalaust margar síður um Thundercats. Það allra síðasta í nördaskapnum var svo að finna alla textana við Buffy-þáttinn Once More With Feeling sem er söngþátturinn ef einhverjir kannast frekar við hann. Er búin að copy/paste-a alla textana í wordskjal svo ég geti rennt yfir þá að gamni! :)
Ok er hætt að segja frá svona hlutum æi bili, ég fer bara hjá mér!
Örstutt um liðna helgi: Afslöppun á föstudagskvöldið, kveðjupartý fyrir Auði á laugardagskvöldið, róleg og góð stemmning með kertaljós og jólasmákökur og svo sötraði fólk eitthvað með. Bærinn = 22 en lítið dansað meira sitið og spjallað og látið aulalega. Var eitthvað í loftinu! Sunnudagur: jólaþorpið í Hafnarfirði, keypt ein gjöf og 2 hekluð jólaskraut, strætó aftur í borgina og hreindýrasúpa í brauði og kaffibolli á eftir á Svarta Kaff. Kvöldinu lokið með Bollywood mynd, teppi og vatnsglas heima hjá Gyðu! :)
Nerd is the new cool...
1 ummæli:
Totally, nerd IS the new cool ; )
Skrifa ummæli