...mér leiðist, ligg uppi í rúmi og skoða leiðinlegar síður á netinu *bleehhh*. Er lasin, langaði samt að vinna en betra að vera heima einn dag en verða meira veik og þurfa að hanga heima í kannski viku. Finnst þetta samt skammarlegt en svona er þetta víst bara. Hef samt verið lítið lasin undanfarið sem betur fer, hef greinilega ákveðið að taka flest allar flensurnar í vetur enda var það hálf ömurlegur tími. Gunnar er veikur líka en varð að skreppa í vinnuna. Ég var ekki sátt því hann er hálf dauður greyið og hann var búinn að tilkynna veikindi. En þeir eru víst einhverjir þarna sem ráða ekki við að vera bara 2 að vinna eða eitthvað crap!! Akkúrat núna er það óskyljanlegt fyrir mig, er viss um að ef það væru 2 stelpur að vinna þætti það alveg nóf hvort sem það væri lítið eða mikið að gera. Æj fattiði hvað ég er að meina??? Var einu sinni í vinnu þar sem ég var skömmuð ef ég gerði ekki allt á mínútunni og samt var þetta oft á tíðum mikil vinna og erfið líkamlega. Strákurinn sem var á undan mér í starfinu var aldrei skammaður þó hann væri latari og seinna til verka en ég og sterkari svo þetta ætti nú allt að vera léttara fyrir hann. Nei hann var svo duglegur því hann var strákur og "þetta var nú svo erfitt og ekki hægt að ætlast til að hann réði við þetta!" Fékk sem betur fer hrós fyrir dugnað frá þeim sem unnu nær mér, annars hefði ég örugglega farið að grenja af svekkesli!!!
Planið er að skreppa í sumarbústað um helgina nema Klemens sé búinn að skipta um skoðun. Verður gaman að skella sér aðeins úr bænum og anda að sér fersku sveitaloftinu. Svo er líka heitur pottur þarna og spáð góðu veðri á laugardaginn svo bikiníið verður að vera með í för svo að kroppurinn fái að drekka í sig nokkra sólargeisla. Má samt ekki gleyma að þetta gerist bara ef ég verð frísk, fer ekki að hoppa um á bikiní ef ég verð ennþá slöpp það er víst alveg bannað!!
Svo er brúðkaup þar næstu helgi og ég er ekkert smá spennt. Ég hlakka svo til að það er ekkert eðlilegt. Þetta er samt vinnuhelgi hjá mér en ég er búin að biðja um eitthvað frí. Verð td "bara frá 7:00 - 15:00 á laugardeginum og fæ þess vegna 4 klst í frí. Brúðkaupið byrjar kl 18 þannig að ég hef tíma til að taka mig til og koma mér upp í Mosó. Á svo að byrja að vinna kl 8:30 á laugardagsmorguninn en er að reyna að taka skiptivakt eða ef einhver vill leysa mig af í nokkra tíma og eiga það inni hjá mér. Vona að það takist svo ég þurfi ekki að fara geðveikt snemma heim!!! Það væri ekkert voðalega töff...
2 ummæli:
Láttu þér nú batna Sirrý mín, og knúsaðu brósa fyrir mig. Langt síðan maður hefur séð ykkur .. :(
Skoðaðu mína síðu, hún er skemmtileg :) Nema þú hafir verið að meina hana í "leiðinlegar síður".. :S *hugs* .. ;)
Ferðu ekki á Queens of the Stone Age og Foo Fighters tónleikana?!? :D ..
..ÉG FER! :D ÍÍÍÍ!... :D
...auðvitað er síðan þín ekki í sama flokki og leiðnlegu síðurnar Ásta mín, þetta veistu alveg! :)
Langar á tónleika en verð að vera dugleg að spara svo ég geti leyft mér eitthvað í vetur og jafnvel búið á einhverjum góðum stað. Ég elska Foo Fighters en hef minna heyrt í hinum.
Er sammála með að það er orðið alltof langt síðan við sáum ykkur, verðum að fara að kippa þessu í liðinn...
Skrifa ummæli