...kærustuparið komið aftur í bæinn eftir stutta dvöl í sumarbústað. Það var bara snilld þar, grillað og drukkið og ég lagðist í bleyti í heitapottinum. Er hálf sveskjuleg núna en ákaflega mjúk eftir kísilinn í vatninu. Held að við Evert höfum verið í yfir 4 tíma í pottinum í dag á meðan Gunnar las og Klemens svaf. Það var líka sungið villt og galið í sing-star þar sem við Klemens fórum auðvitað á kostum með alla superstar taktana á hreinu, hangandi í loftbitum, standandi upp á borði og dansandi um allt. Svo var svolgrað aðeins meira hvítvín í sig um leið og það kom öndunarpása í laginu!! :) Verð að fara að kalla mig Sirrý Jones en ekki Jóns eftir hroðalegar Tom Jones syrpur, var alveg að massa It's not unusual to be loved by anyone enda með englarödd!! ;) Svo skelltum við Klemens okkur á ball með Geirmundi í Úthlíð og dönsuðum og trölluðum þangað til það var búið. Reyndar kunna þessir sveitavargar ekkert að halda böll, allt geimið bara búið um 3-leitið!!! Ég skellti mér upp á svið að spjalla við Geirmund og kvarta yfir þessu og hann sagði mér að hann mætti ekki spila lengur því þeir sem ráða vildu það ekki svo ég spjallaði aðeins við dyraverðina en ekkert gekk og ég varð að fara heim og halda áfram í sing-star! :)
Takk takk takk fyrir frábæra helgi krakkar, þetta var æðislegt og ég vill fara eitthvað saman aftur næsta sumar eða jafnvel bara í haust. Rosalega gott að komast aðeins úr borginni þó það væru bara 2 dagar...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli