fimmtudagur, júní 23, 2005
...aaahhhh komin í frí í fjóra daga!! :) Það er auðvitað voðalega gaman en þá eru auðvitað margir af þeim sem ég þekki að vinna helgarvaktir sem er bömmer. Á þriðjudaginn gerist ég svo sérlegur vaktstjóri á Select við Birkimel og verð þá afleysingar-Gummi. Verð að redda mér derhúfu til að reyna að blekkja viðskiptavinina almennilega!! Annars held ég að ég hafi gert minna af skemmtilegum hlutum nýlega en vanalega því ég er alltaf svo þreytt og stundum geðfúl eftir vinnuna, er ennþá að venjast þessu en finn að þetta er allt að koma. Mér er reyndar boðið í afmæli til Jónda krúsí í Hafnarfirði á laugardaginn og brúðkaup þann 9. júlí minnir mig og svo má ekki gleyma að ég eignaðist lítinn frænda í síðustu viku. Skilst að hann sverji sig í ættina og sé mjög myndarlegur maður!! :) Verð að kíkja á hann við tækifæri en ekki alveg strax, best að leyfa litlu fjölskyldunni að aðlagast hvort öðru fyrst...
3 ummæli:
aaaww! :) Til hamingju með litla frændann!:D
hver var að eiga barn??...og til hamingju með það:)
...Sirrý frænka og Hrafnkell maðurinn hennar áttu strák 18.júní, minnir mig!! :)
Skrifa ummæli