...ég planaði rólega helgi eins og svo oft áður og tókst loksins að fylgja planinu eftir. Video með Gyðu á föstudaginn og afmæli hjá Jónda klukkan 14 í gær og svo sotið og spjallað við Dönu, Sverri og Kristjón til klukkan 3 í nótt. Vá hvað það var notalegt og skemmtilegt og ég fann hvað ég hafði saknað þeirra mikið enda orðið alltof langt síðan ég átti leið í Hafnarfjörðinn síðast! Dana klikkaði heldur ekki á bakkelsinu, það voru heitir réttir, púðursykursterta ala amma hennar, alvöru nammiskúffukaka með geðveikt góðu kremi, hrískaka og pönnukökur - nammi namm - og ég borðaði á mig gat enda er maginn eitthvað slappur í dag.
Gunnar er að vinna í dag svo ég er bara heima hjá honum að hanga, nennti ekki heim til mín áðan. Á sjálf nefnilega frí í dag og á morgun og svo tekur alvaran aftur við en er svo heppin að eiga aftur 3ja daga frí um næstu helgi!! :) Þá skelli ég mér nú kannski bara í sumarbústað og hef það gott með Klemensi mínum og sennilega einhverjum fleiri útvöldum.
Ætla að fara að klára Belladonnaskjalið...
2 ummæli:
Helduru ekki að þú getir samið við Dönu um að endurtaka svona kökudag einhverntíman í sumar þegar ég verð komin heim :P
Sjáumst í þarnæstuviku
kv
fyrrum Selectkjeddla
...það er örugglega enginn vandi að plata Dönu í svona aftur, hún hefur þetta svo í sér kerlan!! ;)
Skrifa ummæli