...alltaf jafn gaman að fara á djammið! Mig langaði ekkert að fara en við Gunnar byrjuðum á að grilla heima hjá okkur Klemensi með Gyðu og auðvitað Klemensi. Svo tengdi ég Playstation í flýti svo við Gyða gætum prófa og nauðgað syngstar í kvelli og svo var sturtað sig og drukkið og voðagaman með smá aukafólki. Allt í einu var bara komminn tími á bæinn og ég orðin kennd þannig að helmingurinn tók taxa en við hin (ég, Gunnar og Gyða) löbbuðum í bæinn. Dansi dansi dans og svo heim því ég á að fara að vinna klukkan hálf 12 og Gunnar klukkan tólf svo það er nóg að gerast!!!
Vúbbó sí, bannað að gleyma pissusögunni góðu. Ég þurfti geðveikt að pissa og við vorum komin í hliðargötu af Lækjargötunni svo ég ákvað að bregða mér inni í næsta port sem ég fann. Það vildi þá ekki betur til en svo að þegar ég hafði vippað niður um mig buxunum og öllu heila klabbinu þá heyrði ég eitthvað bank, en þá fattaði ég að ég var einmitt beint fyrir framan mjög svo dulinn bakglugga. Gunnar var svo mikill séntilmaður að hann stökk til að skýla mér fyrir augngotum svangra samferðadjammara okkar. Ég gat þá komið mér í burtu og klárað mig af, sem var betra en hinn kosturinn sem hefði þá verið að pissa í buxurnar!! Sem betur fer fannst mér þetta meira fyndið en vandræðalegt þó að smá roði hafði komið í kinnarnar við tilhugsunina um ókunnugt fólk að fylgjast með mér á ´"klósettinu"!!!
En jæja þá, á morgun er amk plönuð afslöppun með bíó eða niðurhöluðum bíómyndum. Hahahahahahaha fyndið þetta "að niðurhala", ég hugsa alltaf um fólk að kúka!! :D Ok kannski crazy en er samt örugglega samt ekki sú eina um þetta *hux hux*!! En ok best að byrja á því að sofna, svo vinna og svo hugsum við hvort eitthvað af þessum bíómyndum eiga eftir að gera sig! Á líka að vinna hálf 12 til fimm á sunnudag og einhverja tólf tíma á mánudag en skilst að sennilega fái ég frí að þriðjudag. Hver veit hvaða villtu hluti ég á eftir að framkvæma þann dag, úúúúúúúú spennó...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli