...ég er hérna í smá átaki í því að blogga og er að reyna að blogga á hverjum degi núna, það kemur svo bara í ljós hversu lengi þetta átak endist svo hjá mér!! :) Ég gerði nú bara ekkert sérstakt í dag, ekkert sem er vert að tala um!! Ég fékk reyndar óvenju mikið af e-mailum fá vinum og ættingjum og eins og við vitum er það alltaf mjög gaman!! :) Sérstaklega gaman að fá bréf frá Boggu frænku, systur hans pabba, og ætla ég að skrifa henni bréf á móti fljótlega!! Ef hún eða Sirrý dóttir hennar les þetta þá er brúðkaupskort til Sirrýjar og Hrafnkels á leiðinni, eða sko hérna það liggur hérna á borðinu hjá mér því ég bara gleymi því alltaf þegar ég fer í bæinn!! Ég er svo hrikalega gleymin að ég er örugglega með heilaátu eða eitthvað álíka hræðilegt!!! Sá einu sinni þátt um heilann og þar var maður með heilaátu. Hjá honum lýsti það sér þannig að hann, sem hafði aldrei getað teiknað beint strik, var farin að mála þvílíkt flottar myndir!! Sérfræðingarnir sögðu að þetta myndi svo hverfa aftur þegar meira af heilanum væri horfinn. Allt svona finnst mér stórmerkilegt og þess vegna er ég að hugsa um að læra eitthvað um svona þegar ég verð loksins búin með menntó!!!! Í þessum þætti var líka fjallað um mann sem getur ekki þekkt andlit (það kom eitthvað fyrir hann, man ekki hvað). Hann hitti td. 3 stráka og hann vissi að einn þeirra var sonur hans en vissi ekki hver þurfti bara að hlusta eftir því að einhver þeirra segði eitthvað sem gæfi honum vísbendingu um að hann væris sonur hans. Þarna var líka kona sem sá ekki eins og við heldur eins og þegar við skoðum bíómyndir ramma fyrir ramma!! Þetta er óhugnalegt en samt svo heillandi, það finnst mér að minnsta kosti!!!
Annað að frétta er það að við Gummi höldum áfram að glápa á kvikmyndirnar sem við eigum í tölvunni svo við getum eytt þeim út og náð í fleiri til Ara!! :) Í kvöld kíktum við á 8 mile með Eminem og svo á The Usual Suspects. Þær voru báðar mjög fínar. Ég er mjög oft búin að reyna að horfa á The Usual Suspects en það hefur aldrei tekist fyrr en núna!!! Einu sinni var spólan sem ég leygði biluð, næst þegar ég reyndi bilaði video-ið okkar og einhverntímann hreinlega sofnaði ég bara yfir henni. En núna veit ég loksins hver Kæser Söse (hef bara ekki hugmynd um hvernig það er skrifað!!) er, mig grunaði nú eiginlega bara alla einhverntímann í myndinni - hehehe!!! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli