miðvikudagur, febrúar 19, 2003

...ok, ég var að koma heim eftir morgun brennslu á fastandi maga í Feel Good!! Það var alveg frábært að rífa sig upp eldsnemma og glorhungraður til þess að hamast á einhverju tæki eins og fífl!!! ;) Málið er að ég hef bara aldrei verið eins svöng á ævi minni, ég bara ætlaði ekki að komast heim og var farin að sjá Cheerios með mjólk í hyllingum áður en ég var byrjuð á magaæfingunum!! Núna er ég að borða þetta hugleikna Cherrios og þá kem ég því varla niður því ég var svo svöng!!! :S Þetta hefur aldrei gerst áður en ástæðan gæti verið sú að eftir æfingu í gær urðum við Gummi að hlaupa heim því það var söngæfing fyrir árshátíðina heima hjá okkur klukkan 21:00 og höfðum engan tíma til þess að borða almennilega fyrr en eftir gólið!! Ahhh mér er farið að líða aðeins betur, Cheerios er greinilega allra meina bót og ég held að maður ætti að fara að reyna að græða einhverja peninga með því að byrja að flytja vörur frá General Mills inn til Svíþjóðar (Cocoa Puffs er nefnilega líka alveg nauðsynlegt svona til hátíðarbrygða á sunnudögum!!!). Annars ganga árshátíðaræfingarnar bara ágætlega og æfingin í gær var sú besta til þessa held ég bara. Þeir sem eru svo heppnir að fá að hlýða á ómþýðan söng okkar verða samt að taka viljan fyrir verkið því við erum engir proffar og hver veit nema allt mistakist þegar á loksins að flytja verkið fyrir 25 manns!! Ég er samt viss um að þetta verður alveg frábært hjá okkur og að allir eigi eftir að skemmta sér vel við að hlusta á mildar níðvísur um nágrannann!! :) Jæja það er best að fara að læra eða gera eitthvað þaðan af merkilegra, horfa á sjónvarpið, áður en ég skrepp aðeins í skólann!! Við pikkumst seinna!!

P.s. Það er líka að læra að horfa á TíVí-ið, amk. ef ég horfi á eitthvað sænskt!! ;D

Engin ummæli: