föstudagur, febrúar 07, 2003

...þá eru fyrstu skóladögunum lokið. Ég reif mig upp eldsnemma í morgun, þe. fyrir klukkan sjö, til þess að skakklappast í skólann klukkan hálf 8. Það tekur nefnilega svona um 25 mínútur að labba þangað en ég er miklu fljótari að labba heim hvernig svo sem stendur á því!!! ;) Ég var sem sagt mætt galvösk rétt fyrir klukkan átta og beið og beið fyrir utan stofuna. Þá kom einhver kerling aðvífandi og sagði að kennarinn okkar sem heitir Karen Jans- eða Jonsson væri heima með veikt barn. Hvað átti ég að gera þá?? Það var um margt að velja, td. að fara heim en hver nennir að labba í 25 mín heim til þess að stoppa þar í svona 1 klst og labba svo í 25 mín aftur til baka?? Var að gæla við að finna mér þægilegan sófa eða stól eða jafnvel bara bekk til þess að leggja mig á en tók svo þá hetjulegu ákvörðun að læra bara!!! Er núna sem sagt búin að lesa 53 bls í Angela's Ashes og þá eru bara svona 400 bls eftir!!! Nóg að gera hjá mér á næstunni því við alla þessa lesningu bætist önnur bók á ensku, 20 textar og eitthvað meira + það sem þarf að lesa í sænskunni!! Í dag þakka ég Guði fyrir að ég hef gaman af því að lesa og er komin með þann þroska (vonandi) að leyfa kennurum að skipa mér fyrir um hvað ég les!! ;) Það er af sem áður var þegar ég var á mótþróaskeiðinu og bara harðneitaði að lesa einhverjar hundleiðinlegar bækur eftir Halldór Laxnes og Þórberg Þórðarson eða einhverja hundgamla eða löngu dauða enska rithöfunda. Versta við þetta mótþróaskeið er að ensku bækurnar eru allar þrælskemmtilegar, gluggaði nefnilega í þær þegar ég var hætt í skólanum!!! Kanski maður láti þetta sér að kenningu verða og hraði sér í gegnum Angela's Ashes og kíki svo á bíómyndina, hef séð hana og hún er alveg þræl mögnuð!!

Engin ummæli: