...pabbi gamli yrði nú alls ekki ánægður með litluna sína ef hann vissi hvað klukkan er núna!! ;) Annars er svo sem ekkert að frétta nema það að ég fór ekki í ræktina fimmta daginn í röð þannig að það er eins gott að ég mæti á morgun (það er sko ennþá þriðjudagur í mínum huga þar sem ég hef ekkert sofnað!) svo ég verði ekki eins og belja á svelli!! Ég fann nefnilega svell í kvöld og það var ansi sleipt, ég rann samt ekki á rassinn!! :) Ég ætla líka að prófa að fara í box á fimmtudaginn með Kristínu ef hún vill ennþá hafa mig með!! ;) Ég hlakka mjög mikið til að prófa eitthvað nýtt í ræktinni og hún sagði að maður fengi handska og allt þannig að þetta er rosa spennó!! ;) Hmmm, ég var að lesa yfir síðasta bloggið mitt og ég gleymdi að segja frá myndinni sem Óli teiknaði fyrir forsíðuna á söngbókinni. Hann tók mynd sem hann átti af Kårhuset (skemmtistaður, aðeins fyrir stúdenta og mig svindlarann!!) og breytti henni í Photoshop (held ég) þannig að hún leit út fyrir að vera teiknuð. Svo teiknaði hann alveg sjálfur mynd af manni (ætli þetta sé ekki bara hann sjálfur!! Hann hlýtur að eiga lopapeysu inni í skáp!!) í lopapeysu með víkingahjálm og íslenska fánann í annarri hendi og íslenska-brennivínsflösku liggjandi hjá sér. Þessi maður liggur svo undir tré fyrir utan Kårhuset sennilega dauðadrukkinn eins og íslendings er von og vísa!! :) Mér finnst þatta alveg rosalega flott mynd og tók meira að segja tvö eintök af söngbókinni með mér heim til þess að eiga myndina!! :) Jámms ég veit að sumir eru skrítnari en aðrir!! ;)
Annað í fréttum: ég horfði á myndina The Others áðan með Gumma og svakalega fannst mér hún krípí!!! Á einum stað gelti ég svoleiðis upp í eyrað á Gumma að hann alveg stökk á fætur, ehemm auðvitað var það gert viljandi sko hérna hmmm!!! :) Mér fannst þetta alveg rosalega góð mynd en ég er fegin að hafa ekki séð hana í bíó!! Eftir hana voru Tommi og Jenni (Tómas og Jónas heita þeir víst á Gumma heimili!!) settir í gang!! Ari var svo mikill snillingur að download-a einum og hálfum tíma af þeim. Mikil lifandi ósköp sem þeir eru fyndnir!! Mér funndust þeir fyndnir þegar ég var lítil en þeir eru ennþá fyndnari núna!!! :) Ég vissi samt ekki að þessir þættir hefðu fengið Óskarsverðlaun, en þeir fengu þau amk. '44, '46 og '48 minnir mig - gaman að því!! :) Eftir Tómas og Jónas (ætli frændi hans Gumma heiti Jónas þess vegna???) skellti ég svo bara Þrumuköttunum af stað!! :) Ég er nefnilega einlægur aðdáandi þeirra þátta (ásamt Jem and the Holograms og næstum allra annarra teiknimynda sem eru vel teiknaðar, já ég veit að ég er ömurleg!!) og var svo dugleg að ladda niður nokkrum þáttum af þeim þar á meðal eru upphafsþátturinn sem er jafn langur og 4 venjulegir, ég varð bara aftur 10 ára og þetta var alveg æðislegt!! :) Ég á reyndar nokkra þætti af Þrumuköttunum og Jem á video-spólum og kíkji oft á þetta þegar ég á erfitt með að sofna!! Núna ætla ég að kveðja í bili og kíkja á barnaefnið á treunni!! :)
Það er örugglega gott að vera í sambandi við barnið inni í sér er það ekki?!?!?!?!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli