...ég ætla bara að taka það fram til þess að fyrirbyggja misskilning að við Gummi erum EKKI að fara að gifta okkur heldur er kortið sem ég tala um í síðasta bloggi heillaóska kort handa Sigríði Árnadóttur frænku minni og Hrafnkeli Eiríkssyni nýbökuðum eiginmanni hennar!! Til lukku og eins og ég sagði í nótt þá er kortið á leiðinni, þarf meira að segja að fara í búð á eftir (pósthúsið er inni í henni) og núna ætla ég að muna eftir kortinu!!! Ákvað að koma með þess tilkynningu strax því ég var að fá e-mail þar sem ég var spurð út í þetta!!!
Best að ég segji frá þessu eins og allir aðrir!! Grétar var að setja inn eitthundrað og helvítishelling af myndum af árshátíðinni. Ef þið viljið skoða þær (mamma og pabbi eru skyldug!!!) ýtið þá hérna . Þarna er fullt af misgóðum myndum af okkur öllum svo endilega kíkið ef ykkur langar til þess að sjá hvað ég er sæt og aðrir herfilegir (eða öfugt!!).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli