...jæja þá er ég byrjuð að ýta á stafina á lyklaborðinu eftir langa fjarveru!! Er ekki frá því að ég sé bara stirð í puttunum eftir eina viku án þess að blogga!! Var að skoða hvort það séu ekki margir búnir að skoða síðuna mína og teljarinn er rétt skriðinn yfir 1000, er nákvæmlega 1023! Það er nú alls ekki jafn mikið og hjá sumum öðrum en ég held því fram að það sé betra að halda jöfnum hraða eða fara hægt og sígandi upp á við í staðinn fyrir að fara hratt upp og svo bara búmm allir hætti að skoða og ég verði bara leið!!! :( Annar held ég að ef ég gæti virkjað lesendur mínar í Czech Republic og Portúgal til þess að skoða oftar þá mundi mælirinn alveg þjóta upp!!! Kanada hefur staðið sig aðeins betur en hin áður nefndu og er ég mjög stolt af þeim enda eru engar mörgæsir hjá þeim!!! Get nefnilega orðið alveg standandi hissa á hvað sumt fólk getur látið út úr sér!! Það var svona standandi grínisti hjá Jay Leno einhverntímann fyrir löngu og hann var að gera grín að Kanada. Sagði eitthvað um að þeir þyrftu ekki að hafa her því þeir væru með Bandaríkin öðru megin við sig og mörgæsir hinum megin!!! MÖRGÆSIR?!?!?! Læra þau í USA kanski að ísbirnir éti mörgæsir??? Mér er spurn!!! Það er nú aldeilis glatt á hjalla á Fjarðarbakkanum þegar við náum mörgæs í gildrurnar okkar í fjarðarminninu og upp í fjalli, því eins og allir sannir veiðimenn vita verður maður að vera mjög séður til þess að ná hinni mjög svo slóttugu mörgæs!!! Mmm mmm mmm mörgæsarkjöt er svo gott steikt, soðið og jafnvel viðbrennt!!! BULL!!!!!
Annars hef ég svo sem ekkert að segja merkilegt, er bara alltaf eitthvað að gaula með öðrum íslendingum og þykjumst við ætla að skemmta öðrum íslendingum á væntanlegri árshátíð!! Vona bara að það verði hlegið með okkur ekki að okkur því við erum ekkert vanir gólarar!! En við erum amk að reyna og allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi!! :) OK. ég varð nú aðeins að kíkja inn á lágmenningu áðan til þess að kíkja hvað þeir hefðu skrifað um fótboltann og Jónu!! Mér fannst þetta eiginlega bæði fyndið og sorglegt!! :S En elsku Jóna mín ég hef aldrei fundið hina miklu gleði sem fells í fótboltanum og á aldrei eftir að finna hana því mér finnst fótbolti bara alveg hund-, grút-, ógeðslega leiðinlegur!!! En ég skil samt alveg að öðrum finnist hann skemmtilegur og finnst fótbolta unnendur hvorki betri né verri en annað fólk, bara svona alveg eins og allar aðrar mannskepnur á þessar plánetu!! Það getur ekki öllum fundist það sama skemmtilegt og ég er alveg handviss um að mér finnst alveg hellingur af hlutum skemmtilegir eða áhugaverðir þótt öðrum finnist það ekki!!! Bara svona smá hugleiðing eða eitthvað, þið ráðið alveg en amk. ekki diss eða neitt þannig á aðra!!! Ég er farin að bursta, við skjáumst!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli