föstudagur, desember 21, 2007

...komin í fjörðinn fyrir löngu síðan, já vikan bara þotin hjá og ég alltaf að bralla eitthvað með foreldrunum. Reyni að vakna snemma en legg mig líka oft eftir hádegið, er svo kósí svona á meltunni þið skiljið. Allt skraut komið á sinn stað, var að enda við að skreyta jólatréið og hengja upp bjöllur og svona dótarí sem var eftir. Foreldrarnir komu ekki seríunni á tréið þannig að bjútíblundurinn styttist aðeins svo ég veit ekki hvort ég verð nógu sæt í kvöld. Er sko boðið í samsæti hjá Klemensi með gamla hópnum, svo er annað samsæti hjá Hersdísi og ég kíkji þangað ef sá gállinn er á mér. Annars var síðasta helgi alveg ágæt bara eða meira en það ef satt skal segja. Jólahlaðborð á Skaftfelli með mömmu og pabba á föstudagskvöldinu þar sem maður þurfti að passa sig á að taka lítið af öllu og það var samt of mikið!! Svo heim að spjalla við Guðlaugu og svo á Láruna að hitta Ívar og fleira skemmtilegt fólk sem fylgdi með í "partý" hjá Óla Mundu. Á laugardaginn var svo pizza hjá Örnu "litlu", bjór og spil og spjall og hlátur og gaman, glens og grín. Svo heyri ég auðvitað í Gunnarnum mínum á hvernjum degi, þurfti aðeins að skamma hann um daginn en venjulega er ég voðalega blíð og góð eins og mín er von og vísa þarf bara stundum aðeins að hvessa röddina svo það sé hlustað á mig. Ekki alltaf nóg að tala bara hátt! En Gúa Jóna tilnenfdi mig víst til að segja 7 staðreyndir um mig svo hérna koma þær:

1. Ég græt af gleði og sorg, gamani og alvöru, teiknimyndum, Sci-Fi og hryllingsmyndum. Þetta er stundum svolítið vandamál en ég er að reyna að sætta mig við þetta "vandamál".
2. Er lík ketti að því leiti að ég get sofið 16 tíma á sólarhring.
3. Get sitið allan daginn ein heima án þess að kveikja á útvarpi eða hlusta á tónlist, þögn er svo afslappandi fyrir svona ofvirkan hug eins og ég hef.
4. Er eyrnalokka sjúk, helst nógu mikið glingur. Á mjöööög stóra hrúgu.
5. Er alltaf að heyra að ég tali bæði hátt og mikið svo það er víst staðreynd líka.
6. Ég get farið út eins og ég stend ef ég þarf þess, ómáluð í arababuxum með skítugt hár og svitalykt. Ekki fallegt en satt, fer þó yfir leitt ekki langt, bara að kaupa mér eitthvað að éta.
7. Svara oft ekki í símann í marga daga og allir fara að fá áhyggjur og lesa inn á talhólfið og hringja í Gunnar. Erfitt en stundum þarf maður bara pásu!

Sko 7 staðreyndir um mig svo allir ættu að vera ánægðir! :) Ég prófa að tilnefna einhverja og vona að þetta haldi aðeins áfram, er svo forvitin! Tilnefni Gyðu, Skytturnar 3 (þær ráða sjálfar hvort þær gera þetta allar eða bara ein þeirra) og Klemens. Keep up the good work...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ,æ, voða er farið illa með litlu stelpuna, hún neiðist til að stitta fegurðarblundinn svo mamma fari ekki alveg í kerfi. En samt, dásamlegt að hafa þig heima litlan mín.
Mamma.

Nafnlaus sagði...

Já það er ekki hægt að segja annað en að allir fegurðarblundarnir hafi skilað sér..

-Gunni.

Nafnlaus sagði...

ég sagðist ætla að kommenta þannig núna ætla ég loksins að kommenta! :D
takk fyrir helgina góða :) þetta verður endurtekið áður en þið Reykjavíkurgellur farið til ykkar heima :)