mánudagur, desember 10, 2007

...alltaf er ég að skirfa á nóttunum. Svaf í allan dag því ég fór á djammið með Herdísi og félögum á laugardaginn. Svo þegar ég vaknaði loksins var ég alveg frá í maganum og sat leeeengi á klóinu með dagblað og fór svo aftur að kúra mig. Var meira að segja svo slöpp að ég kveikti ekki á dvd í tölvunni svo þetta hefur verið frekar slæmt. Föstudagskvöldinu var varið í rólegheit, verslað smá í Smáralind, lesið hann/hún og Cosmo og svo bara í rúmið. Ætlaði nú heldur ekkert út á laugardaginn en eftir fegurðarblundinn sem ég tók um kvöldið var ég bara í einhverju stuði til að sýna mig og sjá aðra. Ég skellti líka jóladúkum á sjónvapsbekkinn og stofuborðið, setti upp jólatréð, gerði aðventudstjaka og kveikti á aðventuljósinu svo nú er voða jóló hjá okkur. Keypti líka jólahafra/geitur í Söstrene Grene, 3 stærðir og kostaði samtals um 1000 kallinn. Mjög billegt og skemmtilegt! :) Ég er að minnsta kosti sátt við mitt, langar auðvitað að hafa allt undirlagt í jólakskrauti en íbúðin ber það sem komið er alveg ágætlega. Ahhhh gleymdi skreytti líka kaktusinn með rauðu pakkabandi og litlu gullskrauti sem amma gaf mér, hengdi afganginn út í glugga...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hlakka til þegar þú kemur að gera jólalegt hjá mömmu, það veitir ekki af að hjálpa gömlu konunni.
Elska þig
Mamma.

Nafnlaus sagði...

ééég hlaaakka líííka tiiil
ég get eiginlega ekki beðið eftir að allir komi heim.. :)

Goa sagði...

Hver er gs...er það Gunni Simma?!
Djók..:)
Bara að láta þig vita að ég veit að þú ert að fara austur á morgun og ég öfunda þig...ástarhnoðrinn minn!!
Kysstu nú alla og knúsaðu og klemmdu frá mér!!
VIð heyrumst!
Fínt hjá þér eftir tiltektina!!
Tóta fannst Gunni svo líkur mömmu þinni..:)
Tjingeling!!

Sirrý Jóns sagði...

...hahahaha já við Gunni Simma erum like this...*krissa putta* :) Nei þetta er hún Guðlaug Fúsa dóttir "litla" frænka mín!

Já kannski er bara svipur með þeim, mömmu og Gunna, verð að reyna að fá betri mynd af sætulíusnum við tækifæri en langaði svo að þið mynduð sjá svona nokkurn veginn hvernig hann lítur út.

Lofa að knúsa alla og heilsa og klemma og allt það ef þú lofa að gera það sama við þitt fólk. Heyrumst... :*