fimmtudagur, desember 13, 2007
...þá eru flest allt komið ofan í tösku...rnar sem ég tek með mér austur. Vátsí mikið af drasli en ég má það því það eru jól og ég ætla að stoppa svo lengi. Ég hef lengi reynt að vanda mig við að taka lítið með mér sem hefur sjaldan tekist alveg en núna ákvað ég bara að sleppa mér alveg og bara tróð öllu sem mig lysti niður. Allar gjafir líka komnar í hús, en þær eru svo margar að ég þarf að senda kassa með póstinum! Var reyndar að versla fyrir mömmu og pabba líka svo það er ekki bara að ég sé að fara yfir um í gjafakaupum. Svo var kvöldkaffi hjá tengdó, hún útbjó að sjálfsögðu mat fyrir að minnsta kosti 15 manns en við vorum bara 6 sko og svo var hún alveg standandi hissa á öllum afgangum!! Brunað í bíó eftir það að sjá Beowulf í þrívídd, rosalega flott og mikil upplifun og ekki laust við að manni brigði nokkrum sinnum, sérstaklega þegar spjóti var skyndilega otað alveg upp í andlitið á manni. Ég hafði persónulega aldrei farið í svona 3-D bíó áður svo ég var voðalega glöð og ánægð og ekki sakaði að sagan var ekkert leiðinleg heldur, varla dauður punktur þar á ferðinni. Svo það er búin að vera alveg þétt pökkuð dagskrá í dag og morgundagurinn verður eitthvað svipaður. Klipping í fyrramálið, svo að kaupa límband og heim að pakka inn 2 stk gjöfum, út aftur og senda gjafirnar, láta laga myndaalbúmið í tölvunni minni og kaupa mér krem og svo bara *vússssss í 1 klst* og ég bara komin á héraðið og svo *brummmmm* í 20-30 mín og ég bara komin heim á ættaróðalið í faðm fjölskyldunnar. Þetta er ekkert leiðinlegt plan sko...
4 ummæli:
Velkomin heim Sirrínan mín.
Mamma.
Hæ Sigríður mín!
Ég rakst á bloggið þitt inni á síðunni hjá Gúu Jónu og vildi bara kvitta fyrir innlitið. Þú verður að fara að koma með staðreyndirnar um þig sem Gúa skoraði á þig að setja inn. Mínar eru komnar inn á mitt blogg, http://eydisbj.bloggar.is
Bestu kveðjur frá Skotlandi,
Eydís frænka
ég fór með 3 töskur í flugið.... úps....
Hæ skvísa.
Ég vildi bara óska þér og Gunnari gleðilegra jóla og vona að þið hafið það gott yfir jólahátíðina :-)
Skrifa ummæli