...helgin var í rólegri kantinum, dvd og nammi og snemma að sofa. Það var ákaflega gott og þarft og ég er fegin að enginn hafði fyrir því að ná mér út á lífið enda er ég aldrei þessu vant næstum því viss um að það hefði ekki tekist!
Er aðeins byrjuð að jólast hérna heima. Fór í Ikea og Rúmfó með Klemensi um daginn og keypti aðventuljós, 2 dúka og kerti til að setja á aðventudiskinn. Það verður ekki mikið um skraut í ár en eitthvað smá samt. Ætla að fara að taka stofuna í gegn og setja upp litla tréið mitt og svoleiðis, ætla samt ekki að segja að ég geri það á morgun því þá geri ég það alveg pottþétt ekki á morgun! Jólaði smá til í eldhúsinu í dag, setti dúk á borðið og mandarínur í skál. Eldhúsið er svo lítið að þetta var alveg nóg til að gleðja mig! :) Ætla samt að setja seríu og kannski greni í gluggann líka. Leiðinlegt að það verður allt í drasli inni í svefnherbergi yfir jólin því við höfum ekki efni á kommóðunni fyrr en eftir jól en þá er bara að loka hurðinni og vera fljótur að gleyma! :D Verð reyndar með bókakassa í stofunni líka þangað til eftir áramót en þá á líka að kaupa eina hillu enn. Úff kaupa kaupa kaupa!!!
Fór í yndilsega heimsókn til Dönu og Sverris í gær, Dana tók að s jálfsögðu vel á móti mér og fyllti borðið af góðgæti og ég tróð mig út, var frekar þung á mér þegar ég fór heim. Svo var loksins farið í Bónus í dag og ísskápurinn hálffylltur og geymsluskápurinn troðfylltur. Get nú ekki haft allt tómt þegar ég yfirgef karlinn í næstu viku. Svo hringdi Herdís og við fórum á Vegamót og fengum okkur smá að narta og svo langan jólarúnt alveg út um allt, vesturbæ, Skeljanes, Hafnafjörður og allt þarf á milli. Okkur tókst meira að segja að villast á Völlunum í Hfj, enda auðvelt að ruglast því það er hringtorg á 50 m fresti!! :S
Sit núna bara og hef það gott, hlusta á jólalög og röfla í Gunnarnum mínum, hann er svo þolinmóður þessi elska. Held reyndar að hann heyri e kki helmingin af því sem ég segji, þarf amk oft að segja HA?!?! þegar ég vill fá svar...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli