...mig dreymdi svo skemmtilega í dag og ég ætlaði svo að muna eftir draumnum, mundi hann í dag en sofnaði aftur og get núna bara munað góðu tilfinninguna sem ég var með.  Mmmmm líður vel við tilhugsunina.
Skrapp á Stylinn og kaffihús í kvöld með mr.G, Herdísi og Mikka.  Kjúklingasalatið var æðislegt og swiss mokkað á Café París var yndislegt, líka eplakakan sem við hjónaleysin deildum.  Erum svo obbossla huggó og rómó.  "...og rúsínupoka með hnetum!"...
2 ummæli:
Þú ert nú meiri djammarinn :P
Alltaf gaman þegar vitnað er í textasnillinga eins og Hörð Torfa... hehe
Þetta er líka góð stefna í lífinu, ef einhver sýnir þér mótlæti, gefðu honum blómavönd og rúsínupoka með hnetum :)
Skrifa ummæli