...í gær (föstudagskvöld) skrapp ég í bíó með fögru föruneyti að sjá The DaVinci Code. Ég varð fyrir vonbrygðum, vægast sagt. Ekki því ég hafði búist við einhverri stórmynd sem mundi marka djúp spor í kvikmyndasögunni heldur vegna þess að hún var frekar langdregin og ekkert voðalega skemmtilegt. Vill ekki fara mjög djúpt í þetta hérna svona fyrir þá sem hafa ekki séð myndina ennþá en mér fannst þessi C.S.I stíll sem var á sumu hálf glataður og oft á tíðum fannst mér eins og ég væri að horfa á leikna heimildarmynd á Discovery. Frekar kraftlítil mynd, enginn neisti á milli leikaranna og allt frekar flatt eitthvað ef þið skiljið mig. Er mjög fegin að hafa lesið bókina því ég hefði ekki lagt í að skilja hoppið og skoppið í byrjunni annars, verið að re y na að útskýra margt á stuttum tíma og æji það var ekki alveg að gera sig. Er eiginlega hálf leið yfir að hafa séð myndina því ég hafði mjög gaman af bókinni því já það er hægt að finnast bækur skemmtilegar þó þær séu ekki best skrifaðar í heimi.
Dagurinn í dag var örlítið meira spennandi en myndin. Sat uppi á slysó og las gömul Hér og nú og Woman & Health beðan ég beið eftir að Guðlaugu frænku væri tjaslað saman. Þeirri ungu konu datt nefnilega í hug að brjóta í sér ristarbein með því að stíga vitlaust til jarðar. Ekki mjög skyndamlegt að mínu mati en ekki hægt að taka það til baka núna. Þegar gipsið var þornað var brunað til Gyðu að borða mexíkanskan mat og spjalla og glápa á kosningartívíið með öðru auganu. Verð að segja að það var ekki slæm tilfinning að geta sagt Guðlaugu að ég mundi gera hækjurnar upptækar ef hún væri með einhverja stæla. Þvílíka valdið sem maður fær við að lána einhverjum peninga...
sunnudagur, maí 28, 2006
þriðjudagur, maí 23, 2006
...fór til læknis í morgun því hóstinn og allt það sem ég fékk sýklalyf við í endaðan apríl er komið aftur og mun verra. Lenti hjá vægast sagt ömurlegum lækni, um leið og hann opnaði hurðina hugsaði ég "ég trúi ekki að ég lendi hjá honum!!" Hann var hokinn og dauður til augnanna og þegar hann tók í höndina á mér var hún lin og þvöl. Hann er ungur en samt hokinn og einhvernveginn hægur og hann hafði engann áhuga á að hlusa á hvað ég var að segja. Þegar ég var svo að reyna að komast að hverju hann hefði komist að með að hlusta lungun og skoða hálsinn gat hann varla svarað því. Tókst samt að draga upp úr honum að sýklalyfin væru fyrir hálsinn. Hálsinn?!?!?! Mér sem er alveg hroðalega illt í lungunum! Hefði þá amk getað ropað upp úr sér einhverri hugsanlegri skýringu eins og td að ég væri með sýkingu í hálsinum sem hefði þessi áhrif en nei nei og aftur NEI! Ég fékk engar upplýsingar og ég var svo svekkt og sár þegar ég var búin að taka aftur í linu höndina hans og kveðja að ég fór næstum að grenja. Fór heim og kúrði mig og hóstaði svo mikið að ég ældi. Pant aldrei fara aftur til þesa læknis, sver að ef mér verður gefinn tími hjá honum þá afþakka ég...
laugardagur, maí 20, 2006
...leikhúsið var æðislegt því það náði að sýna geðveikina líf átröskunarsjúklinga er alveg ofboðslega vel. Ég grét alveg helling yfir því afþví að þetta var allt eitthvað svo satt og svo erfitt að horfa á og sjá hvernig maður sjálfur var. Þó að ég sé búin að ná langt finn ég alveg hvernig þessi rangi hugsanaháttur treður sér stundum inn en það er gott að vita að maður geti haft stjórn á honum. Þetta leikrit setur sig ekki í neinn forvarnarpakka heldur sýnir bara hvernig það er að hafa átröskun og mér finndist ekkert vitlaust að kvikmynda verkið og nota til að sýna aðstandendum því oft á tíðum eiga þeir mjög erfitt með að skilja hvernig það sé hægt að vera svona. Verst að þetta var síðasta sýninginn því ég mundi mæla með að allir sæju þetta verk.
Mamma heiðraði mig með návist sinni í nokkra daga, kerlan var í verslunarleiðangri svo við þræddum allar búðir og hún mundaði kortið hvað eftir annað. Ég á nú einhvern þátt í eyðslunni því hún splæsti í afmælisgjöf handa dótturinni frá foredrlunum og svo fékk ég slatta af snyrtidóti í kaupbæti fyrir að hjálpa henni að finna föt á sig. Það var alveg frábært því ég gat endurnýjað eitthvað make-upinu sem var alveg að syngja sitt síðasta. Ég kvarta amk ekki!! ;) Var samt svo vitlaus að þyggja ekki sólpúðrið sem hún bauð mér, braut nefnilega það sem hún gaf mér einu sinni og var svo að spurja í einhverri búð hvað það kostaði og þá spyr mamma hvort hún eigi að gefa mér það. Ég skil ekki hvað ég var að hugsa þegar ég svaraði "nei nei bara að athuga verðið upp á framtíðina, get alveg notað þetta brotna áfram". Hlýt að hafa verið ofþornuð og með óráði þarna!! Hahahahaha :)
En í dag er júróvissjón eins og allir vita. Okkur er boðið í slatta af partýum og mig langar jafn mikið í þau öll. Ætla að reyna að vera svoldið á flakki á milli en annars kemur þetta bara allt í ljós. Verst að ég er alveg hroðalega kvefuð, með hálsbólgu og ljótan hósta svo ég verð að fara vel með mig. Gróf úlpuna mína út úr skápnum áðan og ætla að spígspora um í henni í kvöld og ég býst fastlega við að herra húfa og ungfrú vettlingar fái að fljóta með enda er ég ekki vön að skilja þau útundan hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust...
Mamma heiðraði mig með návist sinni í nokkra daga, kerlan var í verslunarleiðangri svo við þræddum allar búðir og hún mundaði kortið hvað eftir annað. Ég á nú einhvern þátt í eyðslunni því hún splæsti í afmælisgjöf handa dótturinni frá foredrlunum og svo fékk ég slatta af snyrtidóti í kaupbæti fyrir að hjálpa henni að finna föt á sig. Það var alveg frábært því ég gat endurnýjað eitthvað make-upinu sem var alveg að syngja sitt síðasta. Ég kvarta amk ekki!! ;) Var samt svo vitlaus að þyggja ekki sólpúðrið sem hún bauð mér, braut nefnilega það sem hún gaf mér einu sinni og var svo að spurja í einhverri búð hvað það kostaði og þá spyr mamma hvort hún eigi að gefa mér það. Ég skil ekki hvað ég var að hugsa þegar ég svaraði "nei nei bara að athuga verðið upp á framtíðina, get alveg notað þetta brotna áfram". Hlýt að hafa verið ofþornuð og með óráði þarna!! Hahahahaha :)
En í dag er júróvissjón eins og allir vita. Okkur er boðið í slatta af partýum og mig langar jafn mikið í þau öll. Ætla að reyna að vera svoldið á flakki á milli en annars kemur þetta bara allt í ljós. Verst að ég er alveg hroðalega kvefuð, með hálsbólgu og ljótan hósta svo ég verð að fara vel með mig. Gróf úlpuna mína út úr skápnum áðan og ætla að spígspora um í henni í kvöld og ég býst fastlega við að herra húfa og ungfrú vettlingar fái að fljóta með enda er ég ekki vön að skilja þau útundan hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust...
sunnudagur, maí 14, 2006
...Klemens kom til mín í gærkvöldi og af því tilefni skelti konan sér í hellings þrif, ekki gaman að skammast sín fyrir útganginn á heimilinu. Gamla trixið að bjóða fólki í heimsókn virkar ennþá og var ég enga stund að gera íbúðin heimsóknarvæna. Eftir bjór og bað og smá sparsl og fullt af blaðri var tölt niður í bæ og stefnan sett á Þjóðleikhúskjallarann þar sem Páll Óskar var að dj-a á gay-balli. Við komumst auðvitað ekki alla leið nema stoppa einu sinni og pissa og var það gert við Ráðhúsið, kerlan tróð sér inni í eitthvað horn á milli rósarunna til að sjást ekki. Staðurinn var góður en rósarunnarnir voru ekki sáttir og döngluðu í rassinn á mér, lærið og andlitið. Sést því miður ekkert á mér svo ég get ekki lagt fram kæru! ;) Það var rosalega gaman á ballinu og Páll Óskar klikkar ekki í lagavalinu svo við dönsuðum alveg heilmikið. Ég sendi líka greinilega frá mér einhverja lesbúi víbringa því það voru 2 stelpur sem reyndu við mig. Önnur kom bara og fór að dansa hjá okkur Klemensi sem var bara fínt en þegar við þurftum að fara varð hún ekki sátt og næst þegar ég mætti henni labbaði hún í mig geðveikt fast og fúlt. Það var mjög...undarlega áhugaverð lífsreynsla. Það sem var miklu mun minna gaman var þegar ég rann á glasi á gólfinu og datt og fékk skurð á hnéið. Núna er mér dauðillt í hnéinu og skurðurinn er opinn, gæti þurft að skella mér á slysó og láta setja spor í þetta. Langar amk ekki að fá eitthvað hrikalega feitt og breitt ör á hnéið í viðbót við öll hin!
Ætla að kúra mig alveg þangað til Gunnar kemur heim úr vinnunni, þá ætla ég að kúra með honum þangað til það er tími til að hitta Heiðu og fara í leikhús. Fann loksins einhvern sem vill sjá Hungur og þegar við sáum auglýsta lokasýningu tókum við aldrei þessu vant við okkur og pöntuðum miða. Eins gott að verkið standi undir væntingum því ég er búin að hlakka svo til að sjá það...
Ætla að kúra mig alveg þangað til Gunnar kemur heim úr vinnunni, þá ætla ég að kúra með honum þangað til það er tími til að hitta Heiðu og fara í leikhús. Fann loksins einhvern sem vill sjá Hungur og þegar við sáum auglýsta lokasýningu tókum við aldrei þessu vant við okkur og pöntuðum miða. Eins gott að verkið standi undir væntingum því ég er búin að hlakka svo til að sjá það...
sunnudagur, maí 07, 2006
...Gunnar á afmæli í dag og afþví að ég elska hann var ég búin að þeytast um borg og bý að finna handa honum afmælisgjöf. Fyrir valinu urðu náttbuxur og "I hate mondays" nærbuxur, bókin 100 most dangerous things in everyday life and what you can do about them og 75 color puzzels frá Mensa ásamt litlu korti sem ég skrifaði ástarjátningu innan í. Fékk kossa og knúsa að launum fyrir hlaupin og fékk að heyra að kortið væri það besta af gjöfinni. Ég er fullkomnlega sátt við það. :) Fékk ennþá meiri kossa og knús þegar Gunnar staulaðist heim í nótt eftir að hafa fangað því að aðeins ár væri eftir í hið stóra 30. Ég fór ekkert á lífið því ég var svo þreytt, skellti bara He-Man í drifið og hafði það nice, var samt alltaf að vakna til að pissa og vaknaði svo alveg þegar Gunnar kom heim. Hann var voðalega spjallinn og eldaði handa mér samloku með eggi og beikoni sem var gott því ég var svöng, það sem var ekki gott var að ég gat ekki sofnað aftur fyrr en rétt fyrir hádegi. Fyrirgef honum það afþví að hann er afmælisstrákur, ef þetta hefði gerst annan dag hefði ég ekki verið svona hress. Lét hann líka draga mig út að borða á Nana-thai ásamt 3 vinum sínum/okkar og svo í bíó á Inside Man. Var mjög þreytt en hann er afmælisstrákur, reyndi í smá stund að malda í móinn en hætti afþví að ég vildi vera góð kærasta svona til að sýna mig. Myndin er hreint út sagt frábær, skemmtileg myndataka, góð samtöl, hæg, spennandi, ekki gufusoðinn og hélt manni föstum án þess að vera ágeng. Mæli með henni af heilum hug. Efast samt um að strákurinn sem sat fyrir aftan mig mæli með henni, hann skildi ekkert og var alveg lost í hléinu og þegar vinir og vinkonur hans reyndu að útskýra það litla sem þau skildu átti hann ennþá erfiðara með þetta allt saman og ég sá fyrir mér hvernig þessar litlu gráu kreistust fram og aftur á akkorði við að reyna að koma púslinu saman en allt saman fyrir ekkert. Þegar hann þurfti að spurja endalaust mikið eftir hlé þurfti mín að sperra hnakkann, snúa höfðinu og horfa á þau útundan mér og andvarpa þungt með pirringsáherslu. Það dugði og þau steinhéldu kjafti það sem eftir var af myndinni, ekki eitt múkk datt út fyrir vaxtarræktarvarirnar og mín undi sátt við sitt.
Er farin að lúlla mig og mér og Gunnari til mikilla ánægju fæ ég að sofna við theme-music úr WOW. Hann varð mjög undrandi um daginn þegar ég bað hann um að fara aðeins að spila í tölvunni því ég gat ekki sofnað. Var einmitt verið að grínast með að ég gæti keypt hæsta levels karakter og bara byrjað að spila því ég kynni þetta greinilega orðið svo vel. Var sko að leiðrétta Gunnar aðeins, má ekki láta hann fara með rangt WOW-mál. En allaveganna börnin mín þið verðið að tékka á veitingastaðnum Nana-thai sem er í Skeifunni, við hliðina á Epal, beint fyir aftan Bónusvideo fyrir þá sem þekkja Grensásveginn betur. Góður matur úr góðu hráefni og ekki dýr. Reyndar dýrari en td Krua-thai (sem er líka fínn) en það margborgar sig því maturinn er ferskari og betra kjöt. Ekki láta þennan framhjá ykkur fara næst þegar á að skreppa út að borða, miklu ódýrara en pizza. Þetta var hátt í 1000 kalli ódýrari máltið en pizzurnar og meðlæti sem við keyptum á Hróa um daginn og tilfinningin í maganum er miklu betri. Okí er farin, vildi bara ekki gleyma að deila þessu með ykkur...
Er farin að lúlla mig og mér og Gunnari til mikilla ánægju fæ ég að sofna við theme-music úr WOW. Hann varð mjög undrandi um daginn þegar ég bað hann um að fara aðeins að spila í tölvunni því ég gat ekki sofnað. Var einmitt verið að grínast með að ég gæti keypt hæsta levels karakter og bara byrjað að spila því ég kynni þetta greinilega orðið svo vel. Var sko að leiðrétta Gunnar aðeins, má ekki láta hann fara með rangt WOW-mál. En allaveganna börnin mín þið verðið að tékka á veitingastaðnum Nana-thai sem er í Skeifunni, við hliðina á Epal, beint fyir aftan Bónusvideo fyrir þá sem þekkja Grensásveginn betur. Góður matur úr góðu hráefni og ekki dýr. Reyndar dýrari en td Krua-thai (sem er líka fínn) en það margborgar sig því maturinn er ferskari og betra kjöt. Ekki láta þennan framhjá ykkur fara næst þegar á að skreppa út að borða, miklu ódýrara en pizza. Þetta var hátt í 1000 kalli ódýrari máltið en pizzurnar og meðlæti sem við keyptum á Hróa um daginn og tilfinningin í maganum er miklu betri. Okí er farin, vildi bara ekki gleyma að deila þessu með ykkur...
föstudagur, maí 05, 2006
...þá er ég orðin ári eldri en síðast þegar ég bloggaði, svona ef það skildi hafa farið fram hjá einhverjum að ég hafi átt afmæli!!! ;) Fékk nokkrar góðar gjafir og ef alir standa við sitt á ég ennþá eftir að fá nokkrar í hendurnar en sjáum til hvernig það fer! Hahahaha Fæ svo eitthvað voða skemmtilegt þegar mamma kemur í borgina núna í maí, mátti sjálf ráða hvort ég fengi sendan pening eða mundi bíða eftir henni og held að það sé bara betra að bíða! :) Ákvað að skreppa út úr húsi í tilefni af deginun þó að ég væri ennþá veik. Fengum okkur að borða með Siggu og Gyðu og svo kom Klemens og stal okkur stelpunum frá Gunnari og við fórum og horfðum á Evert í kokteilakeppni. Dagurinn minn varð honum ekki til lukku að þessu sinni en við bíðum bara þangað til næst. Ég græddi 5 kokteila þó ég væri bara með miða fyrir einum :D þeir voru reyndar svo þunnir að ég fann ekki einu sinni á mér eftir þá!! :/ Svo var sest í Mávahlíðina í smá stund áður en var skroppið í bæinn og dansað og spjallað. Hefði kannski betur sleppt síðasta partinum því ég hef verið hálf slöpp síðan, samt ekki nógu slöpp til að hanga heima þó ég hafi gert það að mestu leiti.
Fékk reyndar lítinn frænda í afmælisgjöf, þetta er í annað skitpið sem það gerist en hinn varð 7 ára. Erum samt svo heppin að eiga aldrei stórafmæli á sama degi svo enginn fari að stela athyglinni frá hinu hehehe nei djók!! :) Enda er ég svolítið mikið eldri og er ekki viss um að ég hafi áhuga á að halda upp á afmælin okkar sameiginlega alveg strax. Finnast barnaafmæli alveg voðalega erfið, amk þegar er mikið af börnum í þeim íhíhíhí. Svo er annað sem stendur í vegi fyrir svona plönum og það er að við búum í þremur mismunandi löndum, ég á Íslandi, Hilmir 7 ára í Svíþjóð og þessi splunkunýji býr í Færeyjum. Vona samt að ég rekist á hann (og fjölskylduna alla) á Seyðisfirði í sumar...
Fékk reyndar lítinn frænda í afmælisgjöf, þetta er í annað skitpið sem það gerist en hinn varð 7 ára. Erum samt svo heppin að eiga aldrei stórafmæli á sama degi svo enginn fari að stela athyglinni frá hinu hehehe nei djók!! :) Enda er ég svolítið mikið eldri og er ekki viss um að ég hafi áhuga á að halda upp á afmælin okkar sameiginlega alveg strax. Finnast barnaafmæli alveg voðalega erfið, amk þegar er mikið af börnum í þeim íhíhíhí. Svo er annað sem stendur í vegi fyrir svona plönum og það er að við búum í þremur mismunandi löndum, ég á Íslandi, Hilmir 7 ára í Svíþjóð og þessi splunkunýji býr í Færeyjum. Vona samt að ég rekist á hann (og fjölskylduna alla) á Seyðisfirði í sumar...