...við Gunnar ætteiddum hann Skrekk (Stinkey) frá Múmíndalnum fyrir ekki alls löngu. Hann er voðalega góður strákur og fær að hanga á símanum hennar mömmu sinnar. Þrátt fyrir að á hann vantaði annað eyrað elskum við hann afar mikið enda ekki á hverjum degi sem fólk finnur lifandi eftirmynd sína. Hann er með breytt nef eins og pabbi og stórar tennur eins og mamma og svo er hann dökkhærður eins og pabbi og með úfið hár sem stendur í allar áttir eins og báðir foreldrarnir. Skrekkur er samt allur loðinn og verður því ekki kalt þó hann sé á Íslandi og foreldrarnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af fatainnkaupum. Skrekkur er þekktur fyrir að vera stríðnispúki og var oft til vandræða fyrir Múmínstrákinn og vini hans en er samt ofboðslega góður og með stórt hjarta.
En ég flyt sorgarfréttir, Skrekkur týndist í dag. Hann var að fara í strætó með mömmu, þau ætluðu í heimsókn til Gyðu frænku því pabbi var ekki heima. Skrekkur fékk að kúra í töskunni hennar mömmu og hafa það gott en honum hefur eitthvað leiðist því hann læddist upp úr töskunni og lét sig hverfa. Atvikið átti sér stað einhverstaðar á milli heimilisins og 10-11 við Hjarðarhaga. Mamma er þjökuð af samviskubiti yfir að hafa ekki tekið eftir að Skrekkur hafi laumast burt fyrr en hún var komin upp á Hlemm. Hans er sárt saknað og vonumst við til að hann rati aftur heim. Kannski getið þið hjálpað honum...
3 ummæli:
Þessi heimsókn var líka ekki eins og áður...ekkert er eins og það var áður : ( grát grát
ég samhryggist
Skrifa ummæli