mánudagur, febrúar 13, 2006
...þá er fyrsta skóladeginum lokið og ég verð að segja að ég er hálf fegin yfir því. Það var samt mjög fínt í skólanum og allir voru voðalega vinalegir við mig þó að ég hafi nú ekki eignast neina vini og viti ekki hvað neinn heitir. En það er svo gott að vita að ég þurfi aldrei aftur að eiga fyrsta skóladaginn í Hraðbraut framundan, skiljiði ekki hvað ég meina? Þetta var allt saman furðulega fljótt að líða og leit vel út og nú er bara að bretta upp ermarnar og vera duglega svo þessum menntaskólastelpuferli mínum fari að ljúka. Það er svo margt annað sem ég væri til í vera að gera en obbosí ekkert stúdentspróf. Markmið morgundagsins eru svo að vera dugleg að spurja í stærðfræði, gera þolæfingar í ræktinni og reyna að tala við einhvern í bekknum. Stay tuned eftir meiri upplýsingum um daga mína sem menntaskólastelpa...einu sinni en...
1 ummæli:
frábært að heyra að tíminn hafi liðið hratt og framtíðin sé björt....vei vei veit
Skrifa ummæli