...hvers á ég að gjalda??? Er neydd eldsnemma á fætur til að þvo glugga og ljós og hengja upp gardínur. Þegar átti að fara að þrífa bakaraofninn fór ég í verkfall og fékk mér brauðsneið með feitu salati. Feitt salat lagar allt nema samviskuna yfir linku sumarsins en bráðum fer ég að heilsa upp á Pernillu í BodyBalance og verð hrikalega flott og fim!
Kannski ekkert skrítið að mamma hafi notað tækifærið til að vekja mig eldsnemma svona fyrst ég var sofandi í pabbabóli. Hef nefnilega verið hrikalega dugleg svona ca síðustu 3 vikur að sofa fyrir framan tívíið en um daginn hugsaði ég að núna væri kominn tími til að sofa útteygð og fín og vakna án bakverkja. Ég skunda af stað inn í herbergi eftir að hafa slökkt á imbanum og öll ljós og lokað þeim hurðum sem venjan er að hafa lokaðar á nóttunni. Tek svo gömlu lélegu sængina sem ég er svo "heppin" að hafa afnot af í sumar og hristi hana. Lít svo í rúmið mitt og sé það er allt í dauðum flugum, læt sængina detta aftur í rúmið, tek bókina mína og rölti inn í hjónaherbergi. Þá var búið að vera svo mikið rok að öll líkin fuku úr glugganum og beinustu leið í rúmið mitt *jömmers*. Hef ekki ennþá nennt að skipta um rúmföt og ryksuga líkin en verð víst að gera það á morgun því þá kemur pabbi í land, nema ég vilji halda áfram að sofa í tívísófanum. En mér er spurn...hvaðan koma allar þessar flugur?? Húsið er þakið fjallaköngulóm sem er góð ástæða fyrir mig að sleppa allri garðvinnu. En þar sem ég hef ekki grenjað þar til pabbi hefur kallað á eitrara þá gætu þær nú gert mér þann greiða að veiða þessar flugudruslur...
1 ummæli:
Hæ skvís....er ekki að verða kominn tími til að öppdeita og segja okkur einhverjar fréttir af klakanum:) Hlakka til að sjá þig Take care now, bye bye then:)
Skrifa ummæli