föstudagur, október 10, 2008

...hefur verið óvenju mikið að gera í vinnunni undanfarið. Sennilega vegna þess að ég er alltaf að komast betur og betur inn í alla hluti og ég er hrikalega sátt við það. Ekkert gaman að sitja bara og stara út í loftið. Núna er reyndar smá dauður tími en það er nú allt í lagi svona alveg einstaka sinnum, örsjaldan! :)

Hefur svo sem ekki mikið verið að gerast undafarið, bara þetta venjulega, heimilast og elda og svona og skrapp ég til tannsa áðan. Engin skemmd en ég er með gamalt silfur sem ég ætla að láta skipta út því það er byrjað að leka og ég nenni ekki að fá rótarbólgu - alveg enganvegin! Verð líka svo fín þegar það verður komin hvít fylling í staðin, bara ekkert silfur!

Eitthvað planað um helgina? Nehhh bara að vera róleg og fara í Bónus og snemma að sofa. Núna er bannað að fara út allar helgar því ég er að spara. Var reyndar byrjuð á því áður en allt fór til fjandans hjá bönkunum svo þetta tengist því ekkert sérstaklega. Er bara að vona að Ikea haldi loforðið um að halda verðunum í bæklingnum þangað til í ágúst á næsta ári því mig langar svo í hillur á næstunni. Hreiðurgerð, hreiðurgerð, hreiðurgerð, hreðurgerð, reðurgerð...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mig langar að kíkja í heimsókn í littla hreiðrið þitt! má ég það?? Get rétt ýmindað mér að það sé kósí!

Kisstu kallinn þinn frá mér! (ekkert franskann, bara svona vinarlega á kinnina =)

Nafnlaus sagði...

PS. ÉG sakna ykkar turdildúfa alveg hrEkalega!

Nafnlaus sagði...

hhhmmmm hvað meinarðu með Reðurgerð...

Nafnlaus sagði...

hæ sæta ;) gott að allt gangi vel hjá ykkur turtildúfunum!
Þú ert náttúrlega að spara svo þú getur spókað þig í sólinni á Spáni næsta sumar ;)
en það verður svo ekkert sparað um jólin þegar ég kem því þá verður sko farið á fyllerííí! ;)

Goa sagði...

Sæl sunnangolan mín...)

Gaman að allt gengur ljúflega og að þú ert ánægð og til hamingju með allt og allt!

Ég er greynilega dottin út úr þessu öllu saman...reðurgerð!...hmmm..?!?

Hjartanskveðja og svo vil ég sá nýju klippinguna...OK!

Koss og klemma til þín ástin mín...alltaf!