mánudagur, september 26, 2005

...nóbbs ekki hætt að blogga, hef bara verið eitthvað andlaus upp á síðkastið. Samt gaman að einhver hafi spurt!! :D

Ok nú hef ég verið klukkuð tvisvar sinnum, þarf ég þá að segja 10 hluti um mig??? Móa og Binna eru svona ógurlega forvitnar um mig og mína hagi svo það er best að láta þetta eftir þeim! Ok hérna koma ógurlegheitin:

1. Ég bý í hálfgerðri kommúnu með 3 strákum, kærastanum og svo Boga og Bjössa.
2. Það býr vandræða dópistapakk fyrir neðan okkur svo við erum alltaf í hálfgerðri hassreyksvímu hérna uppi!
3. Ég er náttúrulega ljóshærð - allsstaðar!
4. Ég er háð sykri og borða oft fullt af nammi án þess að langa í það, er löngu komin með ógeð af öllu nammi!
5. Ég elska '80 teiknimyndir og ætla að kaupa Jem and the Holograms á dvd fljótlega og seinna Thundercats líka!
6. Sef alltaf með Rasmus bangsann minn hjá mér og tek hann í fangið ef mér líður illa. Pabbi keypti hann í Færeyjum þegar ég var ca 1.árs!
7. Ég sting rassinum undan sænginni þegar ég sef og prumpa fúlli lykt á Gunnar! :/ Er sennilega ómeðvitað að hefna mín þá!! :P
8. Fæ stundum fóbíu fyrir gsm-símum og get með engu móti svarað símtölum eða hringt, þá er ágætt að geta notað sms-tæknina!
9. Ég hata gúrku, það er vond lykt af henni og vont bragð og hún smitar bragðinu frá sér þannig að það er erfitt að týna hana í burtu og nei það er ekki bara vatnsbragð af henni - jakkidí jakk!
10. Á oft mjög erfitt með að taka ákvarðanir nema mér sé stillt upp við vegg, get verið heillengi úti í búð að reyna að velja skyrtegund!!!

Jæja þarna hafið þið það og ekkert meira klukk handa mér! Ætla að fara að koma mér vel fyrir og horfa á Thundercats sem Gunnar færði mér úr leigunni í Nexus...

2 ummæli:

Bryndis Frid sagði...

á ekki að klukka neinn ??
flottar staðreyndir, er með þér í óákveðninni vorum góðar saman út í búð á sínum tíma
Koss

Nafnlaus sagði...

hæ hæ!;) Fyndið að við skyldum öll hafa verið þarna á Select á sama tíma!;) Hehehehhe... En ég vildi bara deila því með þér að...

...ég á afmæli á morgun! :D ÍÍÍÍ!:D

ble:)