...auðvitað er margt og merkilegt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. Fór yfir helgi til Akureyrar og skellti mér í brúðkaup með Gunnari, vinur hans sem býr í Kanada var að gifta sig. Það var rosalega flott, fallegt og skemmtilegt þar og allir hæst ánægðir með allt saman held ég og vona! Svo er ég flutt inn til Gunnars á Neshagann, þar búum við í kommúnu með þeim Boga og Bjössa og allt gengur vel amk ennþá. Við Bjössi erum nú bara rétt að koma okkur fyrir og skipta okkur af hvernig hlutirnir eru gerðir hérna hahahahahaha.
Var að komast inn á netið í tölvunni minni í fyrsta skiptið hérna á Neshaganum, reyndi einhverntímann í vetur en ekkert gekk, svo bara ákvað mín að prófa sig betur áfram og breytti einhverju, ekki spurja mig hverju, og tjítjíng mín bara að vafra á veraldarvefnum. Svona er að taka bara mállin í sínar eigin hendur og ekkert vera að hlusta á einhverja stráka!!! ;) Annars rak ég Gunnar í tiltekt með mér áðan og lét hann taka til í skápunum svo við gætum komið dótinu okkar sameiginlega fyrir. Erum búin að gera það mesta af því sem við getum gert þangað til ég næ í dótið mitt upp á Skaga en váví hvað það er mikil breyting til hins betra hérna inni!! :D Svo eru þvottavélakaup á dagskránni á morgun og ætlar Klemens að vera mín stoð og stytta í þeim málum og er ég mjög feigin enda allt gott að fá annarra manna álit.
Best að fara að gera sig reddí í að horfa á Buffy, ætlum að klára þáttaröð 1 fyrir svefninn, verst að mig langar í eitthvað óhollt að narta í eins og venjulega!! Sjálfstjórnin lætur fara eitthvað lítið fyrir sér þessa dagan en sjáum til hvort hún komi fram í kvöld eins og þruma úr heiðskýra lofti...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli