mánudagur, desember 29, 2008

...jólin voru vægast sagt yndileg, með góðum mat, góðu fólki og góðum gjöfum. Dawid borðaði hjá systur sinni og kom svo kl 20 og þá opnuðum við gjafirnar með gamla settinu. Þau voru alveg standandi hissa á hversu margir pakkar voru undir tréinu og ennþá meira hissa þegar þau komust að því að þau áttu helling af þeim. Við nefnilega pökkuðum þeirra gjöfum í marga pakka! :P Held að allir hafi verið sælir og sáttir við sitt. En hann pabbi *púfff* ég gaf honum meðal annars Laddi 6-tugur, hann opnaði pakkann og sagði svo "en Sigríður mín, ég keypti mér þennan disk í gær." Í GÆR!!! MAður kaupir sér bara ekki það sem mann langar í daginn fyrir jól, maður bíður amk þangað til milli jóla og nýárs eða þangað til það eru útsölur en kaupir sér ekki á Þorláksmessu. Það er bara BANNAÐ!!! En annars náði hann að losa sig við annan diskinn í jólaboðinu, Gunnsa langaði nenfilega í hann og keypti hann af pabba. Svo jólagjafirnar frá mér eru farnar að ganga kaupum og sölum! ;)

En ég fékk bara góðar gjafir. Hjartahálsmen með demöntum frá elskunni, bók og Georg Jensen skraut frá pabba og loforð um sódastream-vél á nýju ári. Fleira Georg Jensen skraut frá mömmu, kertakrónuna sem mig langaði í og hreindýrshorn fínpússað sem er ætlað til að hengja á skartgripi en mér finnst það svo fallegt að ég er að hugsa um að láta það standa í stofunni. Frá Auði og Gullu fékk ég myndina af okkur vinkonunum sem var tekin á ballinu í nóvember, frá Örnu fékk ég klút um hálsinn og bók og frá Beatu, Piotr og krökkunum fékk ég veski. Held að þetta sé upptalið! :) Nei nei nei frá Klemensi fékk ég lampa, frá Gunnari magic 8-ball og frá Herdísi sápu. Nú er þetta komið og enginn gleymdist.

Á annan í jólum sátum við Dawid með mömmu, pabba og Óla frænda alveg heillengi og svo fór Óli og Gulla kom í staðinn. Við skelltum okkur svo á Láruna í 2 bjóra og svo heim á leið þar sem ég fann Dawid sofandi í sófanum. Á 3-ja í jólum fórum við á Diskó og það var geðveikt gaman en sumir urðu reiðir þegar heim var komið og hentu fólki út og létu öllum illum látum, tja eða ekki svo illum, varð samt pirruð á væli í vissum mönnum sem ég þekki og nennti ekki að hlusta á þetta og bara rak hann heim til sín. Eldaði svo ljúffengt pasta handa okkur og Klemensi og Kötu með fullt af hvítlauk og gúmmelaði. Bragaðist jafnvel daginn eftir, Dawid ætlaði ekki að þora að smakka það aftur því ástandið var svona og svona þegar það var eldað en ég vissi að ég væri góður kokkur og skellti mér á þetta! :)

Svo eru það bara áramótin eftir 2 daga. Veit ekki hvað ég ætla að gera þá, amk hafa það alveg rosalega gott hjá mömmu og pabba og fá mér böbblí kl 12 en eftir það kemur bara í ljós...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hljóma sem kósý jól:) sakna seyðis þegar ég les þetta. gleðileg áramót:) stórt knús móa

Nafnlaus sagði...

Your blog keeps getting better and better! Your older articles are not as good as newer ones you have a lot more creativity and originality now keep it up!