þriðjudagur, desember 23, 2008

...ég keypti jólakort í ár en hef ekki ennþá komist svo langt að skrifa á þau. Þau bíða bara í kassanum sínum eftir næstu jólum því ég held ég nenni ekki að standa í þessu í ár fyrst ég er orðin svona sein. Ekki það að mér finnist þetta eitthvað leiðinlegt bara margt annað sem þurfti frekar að gera eins og að þrífa eldhúsinnréttinguna, strauja gardínur og þurrka af hurðum. Já ég fékk eitthvað kast í gær, með Guðlaugu mér við hlið, tusku í hægri hönd og Þjark í vinstri og svo var bara skrúbbað og það tók enga stund og ég er svo hamingjusöm núna! :) Jólin meiga alveg fara að koma, á bara eftir að þrífa yfir litla baðherbergið mitt og skúra gólfin og þá meiga jólin koma til mín *falllala*

En aftur að jólakortunum, ég sendi bara jólakveðjurnar mínar hérna eða á facebook ef ég verð í stuði og þeir sem búa í fallega jólabænum mínum fá kannski koss á kinn ef ég rekst á þá/þær! :)

Segji þá bara:

Gleðileg jól elskurnar mínar nær og fjær. Vona að þið eigið öll yndisleg jól í faðmi vina og fjölskyldu. Ekki borða yfir ykkur af kræsingum...svo áramótadressið verði ekki of þröngt í ár...sjáumst örugglega á milli jóla og nýars hérna í netheimum...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki alveg sátt við þetta jólakortaleysi...hmmmf en geri fastlega ráð við páskakorti í staðinn hahahaha
Nú þarftu að fara að gera e-ð við þessum tilfinningum stelpa, videoið var til að hlægja af ekki til að skæla ; )
knús

Nafnlaus sagði...

...skal senda þér nýárskort fyrst þú biður svona vel, verður samt að senda mér sms með addressunni þinni fyrst... :D /Sirrý