mánudagur, desember 08, 2008

...nei nei ekkert hætt að vinna, er svo glöð og ánægð með vinnuna mína að ég sit bara á sæluskýji flesta daga! :) Ligg og les í frítímanum og um helgar. Sleppti meira að segja að fara á útstáelsi um helgina til að hafa það kósí með bók og sæng. Er eitthvað svo heimakær þessa dagana og mér finnst það mjög gott, hef verið mikill djammari frá því ég man eftir mér svo þetta er skemmtileg tilbreyting sem ég þurfti ekki að neyða á mig, kom bara að sjálfu sér. Kannski samt slæmt að vera svo heimakær að maður getur ekki kíkt út part af kvöldi þegar eitthvað er um að vera!! Vona að ég finni hinn gullna meðalveg fljótlega því allt er gott í hófi, bæði útstálesi og heimakærleikur.

Jújú það var planið að skreppa norður eina helgi fyrir jól en sé ekki að það verði neitt úr því vegna kjálkabrotsins hjá manninum. Það kostaði slatta og svo vill hann helst ekki vera að taka meira frí, var rúmar 2 vikur frá vinnu út af þessu. Langar samt en svona er þetta, fékk amk að kíkja í borgina í 3 daga í staðinn. Verð bara að kíkja á frænkur mínar með vorinu. Plana kannski bara páskaferð í staðinn, hljómar það ekki vel?

En að jólakskrautinu. Er búin að koma smá upp, í rafmagnsleysinu um daginn setti ég jólalög af stað í tölvunni, kerti út um allt og fór að setja upp skraut sem amma Sigga átti. Þetta var voðalega yndæl og góð stund sem við amma áttum saman þarna bara tvær. Er alltaf á leiðinni að ná í síðasta kassann í bílskúrinn til Óla en hann er búinn að vera á næturvöktum og ég vil ekki trufla hann þegar hann er að leggja sig. Svo fengum við gefins hillu frá Ágústu og Gunnari Árna eða eiginlega Agnesi og ég er búin að kaupa panellakk sem við ætlum að skella á hana og svo bara inn í stofu og fylla af dvd's. Hillan kom akkúrat á réttum tíma því Dýri og Ríkey eru að tæma svo við þurftum að skila lítilli hyrslu sem við vorum með í láni hjá þeim. En þau eru svo frábær að leyfa okkur að hafa kistu sem við geymum sængur í og 2 eldhússtóla fram á vorið. Gott að þurfa ekki að kaupa allt á sama tíma! :)

Sem sagt allt í gúddí hérna eins og venjulega og lífið bara gott og leikur við mig, ég er svo hamingjusöm, glöð og ánægð með hvar ég er stödd í dag...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gott að heyra:) ég er í skilaruglinu þessa vikuna vinna frá 9 til 3 á nóttunni:) hlakka svo til á föstudaginn þá eigum við að skila og þá er julefrokost. svo er yfirferð á mánudaginn og jólafrí!!!!!! jibbbbííí knús móa (sem hefur ekki tíma fyrir jólapunt)

Nafnlaus sagði...

Sama hér, gott að heyra ; )
en slæmu fréttirnar eru að héðan í danó verða engir jólaglaðningar sendir...bara á börn & gamalmenni...svo þú mátt ekki verða súr på mig góða!!!
Ég skal passa uppá kátu móu sem ætlar greinilega að taka hressilega á því á julefrokostföstudaginn ; )
hygge til dig Gyða (sem er alveg að fara að henda stjörnu-ekki-jólaseríunni upp ; )

Sirrý Jóns sagði...

...allt í góðu þó ég fái engan pakka, verð ekkert súr. Hafði einmitt hugsað mér að senda bara kort til Danó í ár, þetta er allt að verða svo mikið eitthvað og allt svo dýrt.

Passaðu að Móan fari sér ekki að voða á morgunmatnum...er serveraður öl með pönnukökunum?

Nafnlaus sagði...

Jæja min kæra styttist í að maðurinn mæti í fjörðinn :) Eldhúsinnréttingin verður glansandi ekki satt hehehehe ;)kv.Kle

Sirrý Jóns sagði...

...úfff já eldhúsinnréttingin, ég þarf stórt spark í rassinn með hana...boring...er ekki alveg að koma mér í gírinn en verð búin fyrir 19.des, það er ákveðið!!! Get ekki látið manninn sjá þetta svona, aðrir eru hættir að taka eftir þessu...!!!