fimmtudagur, nóvember 22, 2007
...þreif hvorki baðherbergið né fór í Bónus í gær sökum magakvala, var bara alveg frá og leið eins og ristillinn væri að reyna að komast út. Frekar óskemmtilegt eitthvað! Í sárabætur bauð Gunnar mér á rúntinn um kvöldið og það var bara hressandi. Ég hlakka til þegar verður komið upp meira af svona fallegu dúlleríi. Verst að geta ekkert skreytt sjálf, bý í niðurgröfnum kjallara en ég held að þau hérna fyrir ofan séu nú eitthvað byrjuð á þessu svo þetta er ekki alveg ónýtt. Ætla samt að reyna að koma upp aðventuljósi ef þetta lága sem ég sá í jólabæklingi Ikea er ennþá til, þessi venjulegu "húsa" aðventuljós eru held ég of stór fyrir gluggana hérna...eða hvað? Var að hækka á ofninum í stofunni, fannst vera orðið eitthvað svo kalt hjá okkur, kannski ekki nema von þar sem það voru mínus 7 þegar ég var úti. Ég er farin að hlakka alveg svakalega til að fara heim um jólin, get varla beðið og langar helst að fara bara á morgun en á móti langar mig ekkert að fara frá honum Gunnari alveg strax. Þetta er snúið! Er samt að hugsa um að vera lengi, kannski svona mánuð, þá hlýtur þessi Seyðisfjarðarþrá aðeins að minnka. Gunnar var reyndar að spurja hvort ég yrði ekki heima þegar við eigum 3ja ára afmæli þann 15.janúar svo kannski er hann að bauka eitthvað karlinn *spennt*. Jæja ennþá rúmur mánuður í það svo það borgar sig ekki að vera að hugsa um það alveg strax. En ég er orðin svo spennt að gefa Gunnari jólagjöfina sína að ég var næstum bara búin að gefa honum hana um daginn, meina er búin að vera með hana í felum síðan í ágúst og núna er ég bara alveg að deyja...
3 ummæli:
OMG finnst þú nokkuð góð að vera búin að ákveða gjöfina svona snemma!!! Hef ekki ennþá hugmynd hvað ég á að gefa kallinum!!! En já ég kannast alveg við vandamálið að BÍÐA, ekki gaman þegar að maður er búin að finna fullkomnu gjöfina og þá bara nei nei væna mín þú þarft bara að gjöra svo vel að bíða til 24. Des og meira að segja þangað til eftir kvöldmat!!! Þetta er erfitt líf :/ hahahahha
já bæ ðe vei þá var þetta Heiða kaffihúsa vinkona, gleymdi víst að skrifa undir :D
Hlakka til þegar þú kemur. Vantar einhvern til að sveifla afþurrkunarklútum og misþirma veggjunum með hreingerningartuskum, sérstaklega þó einhvern sem elskar að þrífa baðherbergi.
Sjáumst sem fyrst,
elska þig, Mamma.
Skrifa ummæli