...það er hræðilegt ástand á þessu heimili og þá meina ég ekki bara að aðalkarlinn sé lasinn. Það þarf að vaska upp, þvo gólf og baðherbergi, brjóta saman þvott og koma einhverju úr þvottakörfunni í þvottavélina (karfan er meira að segja rifin það er svo mikið í henni, en örvæntið ei, er búin að kaupa nýja). Það þarf líka að skipta á rúminu, henda lakinu (það er rifið ekki svo skítugt að ég haldi að það náist ekki úr), fara í Ikea og kaupa kommóðu svo það sé hægt að ná draslinu upp úr ruslapokum sem það er búið að vera í síðan við fluttum hingað. Fékk hrikalegt geðvonskukast yfir þessu öllu í gær og já það var eftir að ég tók lyfin inn, fór svo bara að grenja og horfði á teiknimyndir eftir að ég hafði sogið upp í nefið og svæft Gunnar. Þessvegna hef ég ekkert gert í dag nema liggja í sófanum með mismikilli meðvitund og hlusta á Ducktales og knúsa Lúlla (ekki pláss fyrir Gunnar í sófanum og svo er hann lasinn). Rétt áðan færði ég stofuborðið og fann hlunka af ló svo að ég verð að fara að gera eitthvað í þessu. En málið er að ég neita að vera sú sem gerir öll heimilisstörfin og allt leit sæmilega út þegar ég fór austur svo Gunnar er skikkaður til að taka þátt en ég hafði það bara ekki í mér að vera að pína hann meðan hann er lasinn, sár og aumur karlgreyið. Og afhverju get ég ekki verið húsleg í mér? Afhverju hef ég ekki gaman að því að sveifla umhverfis mig rökum afþurrkunarklútum og að ríða um á kraftmikilli ryksugunni? Og afhverju geri ég ekki það sem ég hef gaman að eins og dúllast í útsaumi, elda og baka, lesa og spila tölvuspil, hreyfa mig og hitta fólk. Í staðinn sinni ég tveimur áhugamálum alltof mikið og það er að kúra mig undir kærleiksbjarnasænginni minni og horfa á teiknimyndir. Allt er víst gott í hófi!
Svo er það þessi blessaða kommóða sem ég er alltaf að reyna að kaupa, reyndi í byrjun september en þá var liturinn sem ég vildi ekki til í þeirri stærð sem ég vildi. Fékk sms stuttu seinna um að hún væri komin, við brunum frekar löngu seinna í Ikea en engin kommóða og ég varð pirruð yfir að hafa verið svona lengi á leiðinni og misst af henni en nóbbs þá kom upp úr krafsinu að hún hafði aldrei komið, einhver mismerking á gámnum og von á henni eftir 11 vikur. 11 VIKUR!!!! Það er langur tími en ég ákvað að bíða eitthvað lengur en var samt að horfa í krignum mig út um allt eftir annari sem ég mundi falla fyrir. Er semsagt búin að fá sms um að hún sé komin í hús og vitið menn þá á ég ekki pening. Frjáls framlög vegna kommóðukaupa velþegin.
Ég er pirruð við Ikea og pirruð við sjálfa mig og pirruð yfir að svona fáir kommenti á bloggið mitt þó að þónokkrir virðirst skoða það á hverjum degi og pirruð yfir látunum í ísskápnum sem byrjuðu um daginn og bara PIRRUÐ yfir höfuð og það er engum að kenna akkúrat núna, er ekki einu sinni búin að taka inn lyfin í dag! Best að vinda sér í það og vona það besta, sem betur fer fyrir Gunnar er hann sofnaður...
3 ummæli:
Já en tad er ekkert erfitt ad halda ollu sæmilegu a heimilinu ef madur gerir bara pinku litid hvern dag!!!
það er ekki laust við að aður verið svoldið frústreraður að lesa bloggið þitt...og jafnvel smá pirraður;) en ég mæli með að þið bara vindið ykkur í hreingerningarnar og ákveðið ekki að hætta fyrr en allt er fínt....það tekur max 2tíma og manni líður svvvooo vel eftir á....sú aðferð virkar amk vel hér í mörkinni:D kæmpe knus
hahahah Hef aldrei séð orðið pirruð koma jafn oft fyrir á einum stað!!!
En auðvita á kallinn að hjálpa!!! Ekki spurning!!! Æ þú ert svo mikið æði :D
Heiða kaffihúsa vinkona ;)
Skrifa ummæli