...veit ekki hvernig veður er í Reykjavíkinni því ég hef ekki kíkt út um gluggann síðan ég kom á fimmtudaginn. Gunnar var með allt dregið fyrir og það hefur passað skapvonskunni minni ágætlega. Var hálf lasin þegar ég kom og hélt nú að það yrði komið í lag fyrir laugardag en neibbs var slöpp og öfugsnúin sem aldrei fyrr. Ef ég hefði vitað þetta hefði ég nú stoppað aðeins lengur heima hjá mömmu og látið hana hugsa um mig. Gunnar heldur að skapvonskan sé vegna lyfjanna sem ég var að fá aftur eftir smá hlé, segir að ég hafi verið svona líka þegar ég byrjaði á þeim guð má vita hvenær, rúmlega mánaðar hlé og allt aftur á byrjunarreit. Missti af dilissíus kjúllasúpunni hans Klemensar og Páls Óskars-djammi á Nasa og það gerir mig ekkert betri í skapinu!!! *ARG*
Annars er mig farið að langa til að föndra eftir að hafa skoðað og lesið bloggið hennar Gúu Jónu, hún lætur þetta virka svo auðvelt, bara *vifff* og þá er búið að töfra fram sokka og kramarhús eins og ekkert sé. Mann fer líka að langa til að innrétta allt upp á nýtt en hérna eru hvorki góðir flóamarkaðir né peningar í veskinu til að gera eitthvað þannig. Held reyndar að allsherjar þrif myndi gera helling fyrir útlitið því Gunnar var ekki að hafa áhyggjur af svoleiðis smotteríi meðan ég var í burtu! Mig langar líka að fara að gera smá jólalegt hjá mér en hugsa að ég bíði með að setja upp litla tréið mitt þar til 1.des. Vildi að ég gæti sett upp stóra tréið mitt og allt fallega skrautið sem ég á á Seyðisfirði. Svo sem ekkert vandamál að setja það upp, vandamálið er hvar það ætti að geyma það þegar jólin eru búin. Kannski svolítið dýrt að vera að senda það fram og til baka fyrir nokkra daga...
1 ummæli:
Sæl elskan. Held að Gunnar hafi betra af geðvonsku en ég!!! Annars komdu bara sem first!!!
Elska þig!!!! Mamma gamla sem er alein og lætur sér leiðast.
Skrifa ummæli