föstudagur, júní 22, 2007

...sumarbústaðurinn var æði, mættum þarna á milli 20 og 21 og byrjuðum að hakka í okkur snakk og nammi og belgja okkur út af veigum. Það stóð til að verða 6 með tilheyrandi sögum og sykurpúðasteikingum. Eftir stuttan svefn fór kvenkyns liðið á Akranes að kaupa eina sítrónu, bættust reyndar við sykurpúðar og eitthvað að drekka í leiðinni en ferðin var farin fyrir sítrónuna. Svo kom ég heim og lagði mig í 2 tíma, var vakandi í smá stund en ákvað að kúra aðeins lengur. Svo grilluðum við handa 14 manns og svo lagði ég mig, svo hrofði ég á næstum 1 bíómynd og drakk 1 lítinn bjór og svo fór ég að sofa. Þvílík var afslöppunin og sælan í sveitinni og ég fann að ég bý við umferðagötu því þögnin var svo afslappandi. Var reyndar miss leiðinleg á sunnudeginum og kúrði leeeeengi, svo var grillað, tekið til og burrað heim aftur. Var alveg endurnærð en næst er ég að hugsa um að koma gönguferð og spilum inni í myndina líka.

Fór í heimsókn áðan til vinkonu sem ég hef ekki séð svo lengi að það mætti halda að hún byggi ekki í sama bæjarfélagi og ég. Já eftir Ikea og stutt stopp í Smáralind með Klemensi lét ég hann skutla mér til Möddu. Hún bauð upp á sterkt kaffi og skemmtilegt spjall og ekki var verra að Elís kíkti við líka. Gaman að slúðra smá og fá veður af lífi annars fólks og hætta að hugsa um þokuna í sínu eigin lífi.

Var að panta far austur áðan, fer 30.júní og lengdin á stoppinu er óákveðin en að minnsta kosti til 22.júlí því ég er búin að lofa Röggu frænku að hjálpa henni að elda á Lunga. Gunnar kíkjir svo við þegar hann getur og stoppar vonandi í ca 2 vikur og verður þá yfir Lunga líka. Smá sumarfrí handa greyinu.

Svo býð ég bara með tær og fingur, hendur og fætur krossaðar yfir að við fáum inni á stúdentagörðunum. Ef ekki veit ég ekki hvað við gerum því leigumarkaðurinn er svo svakalegur og alls ekki fyrir fólk með lítil fjárráð. Allir að krossa allt sem þeir geta til að færa okkur smá lukku...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Krossi kross ; )

Nafnlaus sagði...

Ég krossa fingur og tær.
Hlakka til að sjá þig.
Ragga fr

Nafnlaus sagði...

Krossar og bænahald komið á fullt fyrir ykkur. Hver er annars í skóla? (Bý greinilega allt of langt í burtu...)

Sirrý Jóns sagði...

...Gunnar sótti um í félagsráðgjöf,á reyndar ennþá eftir að fá svar en hann hlýtur að komast inn...