föstudagur, júní 15, 2007

...jæja þá er mín búin að fjárfesta í einu stykki sundbol og fara einu sinni í sund. Var mega duglega og synti í hálftíma og það var erfitt því laugin var 50 metrar og alltof fáir bakkar til að hvíla sig á. En þetta tókst og fékk ekki einu sinni harðsperrur. Er aftur á móti með harðsperrur í dag eftir að Klemens viðraði mig í gær. Tókum þennan svaka sprett upp í Öskjuhlíð, niður að Nauthólsvík og langleiðina vestur í bæ. Mjög hressandi og gaman og ég er bara mjó í dag, ég er að segja ykkur það!

Er annars að drepa tímann áður en við förum í bústað með Mikka og Herdísi. Ætlum að eyða helginni í Hvalfirðinum og vona að veðrið verði gott svo ég geti tekið smá sólbað á þetta. Það vantar að vísu því miður heitan pott þarna en við bætum það upp með bjór...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko bara mína og ykkur bæði auðvitað...heilsuræktin að tröllríða stigahlíðinni ; )
góða skemmtun í sumó, minns er einmitt líka að fara núna á mánudag víííí verður gott áður en mar fer að vinna : ( OJoj
kv.danska konan