fimmtudagur, júní 07, 2007

...það er búið að vera að rukka mig um blogg svo hérna kemur eitt sjóðheitt! Mamma og pabbi aðvitað löngu farin austur aftur eftir yndislega daga í borginni. Perlan var frábær og meira en það, þvílík þjónusta, þvílíkur matur, þvílíkur snúningur.
Fyrst fengum við reykta hörpuskel með spínati og styrjuhrognum.
Svo var forrtétturinn, ég fékk mér hvala carpaccio. *slurp*
Svo kom milliréttur, það var bakaður rjómi með sultu ofan á sem hreinsaði vel bragðið úr munninum.
Í aðalrétt fengum við okkur öll gómsætar krónhjartarlundir
og í eftirrétt fékk ég mér créme brulé.

Omg hvað þetta var allt saman gott, eftir matinn fórum við svo á barinn og fengum okkur tvo drykki hvert áður en við fórum heim til okkar í rauðvín og viskí og svo á bæjarrölt til 5 um morguninn. Gamla settið kann þetta sko alveg ennþá!!

Hef lítið gert undanfarið nema hanga inni í herbergi, er með eitthvað sumarþunglyndi sem er að sleppa af mér takinu í þessu töluðu orðum. Hef ekki haft lyst eða getu til að hitta nokkra sál og hvað þá að fara út úr húsi, jesús minn nei nei nei.

Klemens er kominn heim úr sveitinni og enginn friður fyrir honum, *djók* Ívar kom brunandi með honum suður því mamma hans varð 60. Alltaf gaman þegar hann lætur sjá sig í borginni. Við Klemens fórum á '90 djamm á Nasa en stoppuðum stutt, tókum samt nokkur vel valin dansspor áður en við röltum annað. Eða ég ætlaði annað en varð svo full að ég fór bara heim og kynnti mig fyrir frú fötu. Bölvað að gleyma sér svona yfir rauðvínssullinu, við kláruðum næstum því kútinn á einu kvöldi! Var hálf tussulega fram eftir degi, fór í Kringluna í mínu fínasta pússi aka rifnar íþróttabuxur girtar ofan í sokkana og gömul spútnik peysa. Var að borða Seranos þegar ég þurfti að hlaupa inn á klósett og æla. Það var mikið glápt á mig þegar ég kom fram til að skola munninn. En eftir þetta var ég bara hress, kláraði matinn minn og fékk mér sjeik og keypti bjór og allt hvað eina. Fór samt ekkert út um kvöldið, Ívar og Kle fóru í heimsókn og svo í aðra heimsókn og ég var bara ein heima með Gunnari, leið og fór að sofa. Gaman að því er það ekki?

Ég er alltaf á leiðinni í bæinn að kaupa mér sundbol. Á þetta fína íþróttabikiní sem ég treysti mér ekki út í eins og magamálin standa akkúrat núna. Því er nú verr og miður! Hef samt mikla löngun til að flaksa kroppnum mínum frama í alla í sundlaugum borgarinnar og hver veit nema ég taki smá sprett líka (ætli sprettur sé orðið sem ég var að leita af?) Kannski ég komist í bæinn í dag svona fyrst ég er vöknuð fyrir allar aldir en fyrst er það Beverly Hills og morgunmatur og svos sturtu og svo hugsa ég málið hvort ég vilji sjást úti í dag. Þetta fer allt eftir veðri og vindum...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki fóstu í kringluna???
er að vinna þar næstu 2 vikurnar þannig að ef að þú átt leið þar hjá þá er eins gott að þú komir því að annas verð ég alveg svona reið sko UUUUUURRRRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGG!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Sirrý Jóns sagði...

...fór reyndar í Kringluna en vissi ekki að þú værir að vinna þar. Hvar ertu eiginlega að vinna annars? *roðn*

Nafnlaus sagði...

Hemmmmmmmmmm........
Hélstu virkilega að við, unga foreldraparið þitt, værum farin að riðga í fræðunum???? Aldeilis ekki sko, þetta var bara smá upprifjun og æfing fyrir sumarið!!!!!

Unknown sagði...

HP aftur eins og síðast

Nafnlaus sagði...

Talandi um sundlaugar borgarinnar, sá á mbl í gær að fólk væri að flykkjast niður í Nauthólsvík til að njóta hitans... í 14 gráðum! Fólkinu í vinnunni finnst við vera stórmerkileg þjóð!
Kannski ég kíki sjálf á ströndina um helgina, það hefur hangið í 30C undanfarið.... ;)

Sirrý Jóns sagði...

...já sá þessa frétt líka og var undrandi, fannst sjálfri ekki vera heitt úti. Mmmmmm 30 gráður eru auðvitað bara draumurinn...

Nafnlaus sagði...

aaaaaaaaaaaaaaaaaaahhhhhhhhhhhhh sól og hiti : D