fimmtudagur, ágúst 25, 2005
...það eru örlög mín amk fram til mánaðarmóta að vakna alltaf í spreng og komast aldrei á klósettið fyrr en í minnsta lagi eftir 45 mín. Svaf á mínu græna eyra þar til rétt í þessu, lá í rúminu og lét fara vel um mig og hugsaði "já best að koma sér á fætur og pissa svolítið!!" Þá heyri ég baðherbergishurðinni skellt og skrúfað frá krananum og veit að mín bíða þau hræðilegu örlög að halda í mér í næstum klukkutíma!!! :/ Er stödd á Neshaganum og baðmanneskjan er hin bandaríska Keri sem er gift Adda meðleigjanda Gunnars, um mánaðarmótinm flytja þau og þá verður ekki lengur löng bið eftir klósettinu. Held reyndar að þetta bitni bara á mér því greyið stelpan hefur einstakan hæfileika til að fara í bað þegar ég er að vakna eða fara í vinnuna og þá skiptir ekki máli hvort það er klukkan 8, 11, 14 eða 16. Þetta er ótrúlegur andskoti...
1 ummæli:
This is the destiny ;) Þetta er bara til að sýna mátt pissublöðrunnar þinnar, ef þú pissar á þig í biðinni þá veistu að það er eitthvað að henni.
Pé ess
Þar sem að þú og Gunnar hafið ekkert látið sjá ykkur LENGI þá lét ég Atla fara með gjafirnar til ykkar, ég vona að þær hafi komist til skila.
Skrifa ummæli