sunnudagur, ágúst 21, 2005

...menningarnótt í gær og svaka stuð í Mávahlíðinni að venju. Reyndar fóru allir í bæinn með taxa nema við Gyða sem vorum ekki alveg reddí, áttum eftir að sjæna okkur smá, drekka rauðvín og syngja fullt í SingStar. Það var hroðalegt stuð á okkur og mig langaði bara ekkert að hætta að syngja, vorum að spreyta okkur í hard og náðum alveg viðunandi score-e sko!! ;) Svo var auðvitað rölt á 22 og dansað eins og vitlaus manneskja fram á rauða nótt. Gunnar kom svo þangað og eftir smá stund var rölt heim sökum hungurs, við pikkuðum Boga upp á leiðinni og svo var rölt heim og ýmis alvarleg málefni rædd! Ommeletta með pepperóní, ítölskum kryddjurtum, salti og pipar og brauðsneið með rauðu pestói klikkaði svo ekki áður en það var haldið í bólið. Gunnar er eggjameistarinn *slef*!!!

Sit núna og hangi í tölvunni því Gunnar þurfti að skreppa aðeins í vinnuna og leysa af í smá stund, ekki gaman fyrir hann!! Það var reyndar brotist inn í Nexus í nótt en þjófurinn náðist á hlaupum enda Nexus nánast við hliðina á lögreglustöðinni, klári þjófurinn sko! Ætla að fá mér smá ís og hafa það cozy, later...

Engin ummæli: