...þá er ég komin heim í fjörðinn fagra og einum botnlanga léttari. Ekkert nema gott um það að segja og vonast til að núna þurfi ég ekki að leggjast á spítala í bráð vegna magaverkja. Komin með alveg nóg af því í bili. Var reyndar svo hörð að vera búin að hafa illt í maganum í 2 vikur áður en ég dröslaðist til læknis sem sendi mig beint á bráðamóttökuna til frekari rannsókna. Ég var bara svo viss um að þetta yrði eins og í hin 2 skiptin og að verkirnir mundu hverfa um leið og ég færi til læknis. En hérna sit ég með 3 göt á maganum og hálf hokin en annars hress en ég verð að segja að þið eruð heppin að þurfa ekki að hitta mig á kvöldin þegar ég tek rosa verkjalyfin til að geta sofið vel. Jesús minn ég segji nú ekki annað, ég grenja og ræð ekkert við mig og sé ofsjónir og er bara alveg kolrugluð. Minnið mig á að verða aldrei dópisti!!!
Sé fram á að koma aftir í borgina á sunnudag og byrja vonandi að vinna um miðja næstu viku ef allt gengur vel. Átti að vera að vinna um versló en á núna eftir að liggja í sófanum og horfa á sjónvarpið. Veit ekki alveg hvort er betra?!?! Hefði nú alveg viljað fara í Þjórsárver en mér var greinilega ekki ætlað að fara neitt þessa helgi! Þá er bara að sjá til hvernig þetta fer að ári, hvað ætli geti farið úrskeiðis þá...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli