...var að koma af Batman Begins sem ég skemmti mér bara ágætlega á. Kvarta amk ekki yfir að vera boðið í bíó annað slagið! ;) Vorum líka í mat á Álftanesi sem er alltaf gaman, held við höfum ekki hitt liðið í 2 og hálfa viku svo það var alveg kominn tími á að sýna sig og sjá þau. :) Hef bara verið að slappa af í dag enda í fríi í dag og á morgun. Voðalega nice að eiga frí í miðri viku en þarf auðvitað í staðinn að vinna um helgina. Er svo sem sama um það en samt alveg típískt að vinna 3ju hverju helgi en lenda einmitt á að vinna þegar mér er boðið í brúðkaup. Er búin að fá 4 tíma í frí á laugardaginn frá 15 og þangað til ég á að klára svo ég komist í sturtu og geti gert mig sætari fyrir herlegheitin.
Hmmmm er í stuði fyrir meira gláp, spurning hvort Gunnar er ekki til í að horfa á eitthvað meira. Verð að fara að blikka hann...
1 ummæli:
gaman að sjá þig um daginn!! hvernig er vinnu planið h´já þér á næstunni?
Skrifa ummæli