mánudagur, mars 30, 2009

...þá er leyndóið komið í ljós og það er jákvætt!!! Ég á HÚS!!! Gerði tilboð í Fjarðarbakka 6 og fékk hann eftir smá vesen, einhver lúði ákvað að bjóða í það um leið og ég! :@ En þetta hús er ætlað mér og engum öðrum. Átti að fara að skrifa undir í dag en veðrið er auðvitað alveg brjálað hérna og svo var fasteignasalinn líka veðurteptur einhverstaðar. En vona að ég skrifi undir í vikunni og geti svo bara fljótlega farið að flota gólf og parketleggja og skipta um eldhúsinnréttingu, gera gat í vegg og færa kannski eina hurð. Ji spennandi finnst ykkur ekki? Ég er búin að vera í þessum hugleiðingum síðan fyrir jól og svo þegar ég skoðaði þetta hús bara vissi ég að okkur ætti eftir að líða svo vel þarna. Akkúrat stærðin sem ég vill, 104 m2, ekki of lítið, ekki of stórt. Þarf ekki að þrífa alla daga allan daginn en hef samt pláss fyrir einn eða tvo krakka ef þeim er ætlað að koma til okkar. :)

Nú er bara að segja upp leigunni, skrifa nafnið mitt á mörg blöð og sækja um lánið og þá get ég byrjað að láta drauminn verða að veruleika...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju sæta :) knúsa þig um páskana :)kle

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Sirrý mín og David. Kv. Ágústa

Nafnlaus sagði...

Ja, hérna hér...hver hefði haldið að þú yrðir fullorðin á undan stóru frænku hehehe vona að þetta geri þig glaða og káta.
Sæmir þér vel að vera húsmóðir : D
Góða páska hér frá Danó

Goa sagði...

Til hamingju hjartað mitt!
En gaman..:)

móa sagði...

ertu nokkuð of upptekin í húsinu til að setja inn myndir?? ;)

Magdalena sagði...

yndislegt Sirrý mín :) hlakka til að kíkja í heimsókn til Seyðó og fá gistingu hjá ykkur!