...nú eru spennandi tímar framundan hjá parinu á Fjarðarbakka 10 - kjallara en ég vill ekki ljóstra upp um hvað er að gerast alveg strax. Ætla að vera viss um að eitthvað gerist í alvörunni en ekki bara í mínum ofvirka huga sem starfar svo hratt þessa dagana að hann er á yfirsnúning. En spennandi er það - ó sei sei já!
Síðustu helgi fór Dawid á snjóbretti í 4 klukkutíma og svo til Egilsstaða að borða. Vegna þess að hann var held ég með smá samviskubit yfir að borða á Egils án mín og vegna þess að hann vill ekki að elskan sín svelti bauð hann mér í pizzu á Skaftfell. Svolítið skrítið að vera að borða ein og hann bara með tvöfaldan espresso með mjólk en ég verð að segja að það vandist bara vel. Ég pantaði ostaveislu og Nikolas fór alveg fram úr sjálfum sér því hún var alveg hrikalega góð *slurp*. Svo áttum við notalega stund yfir Gossip Girl. Ekki segja neinum en Dawid er orðinn alveg húkt á Gossip Girl og ég þarf að berjast við hann á nóttunni til að koma honum í rúmið. "Bara einn þátt enn" er algeng settning en Sirrý lætur sig ekki og slekkur á draslinu. Þetta byrjaði með að ég var að horfa á fyrsta þáttinn og Dawid var í tölvunni. Svo fór hann að spurja mig "hver er þetta?" "hvað er hann að gera?" "Er þetta mamma hans eða kærasta pabbans?" og ég var að verða leið á að svara þessu svo ég sagði honum bara að horfa ef honum þætti þetta áhugavert. En nei það var of stelpulegt! 10 mínútum seinna var búið að loka tölvunni og koma sér vel fyrir í sófanum! :)
Þessi helgi verður örugglega góð. Það er hálft band að spila á Lárunni í kvöld og þar sem ég hef verið stillt síðan á Þorrablótinu held ég að það sé kominn tími til að fara út og skvetta úr klaufunum. Svo ætla ég að bjóða foreldrum mínum í matinn sem er búinn að vera á prjónunum í örugglega mánuð en alltaf kom eitthvað uppá, veikindi og vinna og allskonar.
Semsagt spennandi tímar framundan og góð helgi í augnsýn...
4 ummæli:
hæ þú veist nottlega að nuna dey ég úr forvitni og kemst þá ekki til þín í fjörðinn um páskana sko kv.Forvitna kle ið
hehe, ég hlakka til að heyra fréttir, ég ætla samt ekki að deyja því ég ætla að komast til þín í sumar:)
jæja, nú er liðinn ansi langur tími frá því að þú opinberaðir að þú ættir leyndó...en hvað er leyndóið???? æm iðing in ðö skinn
...æj vona að leyndóið komi betur í ljós í enda þessarar viku eða byrjun næstu...ég iða líka alveg í skinninu, finnst ég búin að leyndóast svo lengi...
Skrifa ummæli