föstudagur, janúar 09, 2009

...jæja er ekki kominn tími á smá ferð niður stíg endurminninganna? Smá upprifjun á árinu 2008:

Janúar: Var á Seyðisfirði 2 vikur eftir jól, hitti Dawid í fyrsta skipti 12.janúar. Fer suður og nokkrum dögum síðar eða rétt fyrir Þorrablót er mín mætt í fjörðinn aftur og hefur ekki hugmynd um hvað hún vill stoppa lengi. Þarf varla að taka það fram að Þorrablótið var frábært!

Febrúar: Skrepp til Rvk til að hitta Gunnar, tala við hann á alvarlegu nótunum og við hættum saman. Amma Sigga fær heilablóðfall meðan ég er í Rvk og ég dríf mig aftur austur. Hún fer frá okkur 4 dögum seinna. Þessi mánuður var erfiður, dauði og sambandsslit en góður líka því allt var spennandi í sambandi við kynni mín af Dawid.

Mars: Yoga og leikfélagsæfingar hertóku marsmánuð. Strembið að vera í leikfélagi en það gefur svo mikið á móti. Hefði ekki treyst mér í þetta ári áður.

Apríl: Ennþá meiri leikfélagsæfingar en líka smá páskaferð til Akureyrar sem Dawid bauð mér í. Þar höfðum við það óskaplega notalegt þó hann hafi búist við að bærinn væri svolítið stærri! Það voru líka endalausar heimatilbúnarpizzur með stelpunum og spilakvöld þar sem Undir sólinn stóð upp sem vinningshafi yfir skemmtilegasta spilið. Dawid byrjaði líka að leigja íbúð og ég svona hálfpartinn flutti inn til hans.

Maí: Útskrift stelpnanna með partýi og góðum mat og júróvísjóngleði. Sumarbústaðarferð og rauður varalitur og ekki má gleyma frumsýningunni á leikritinu góða sem heppnaðist framar öllum vonum...við urðum öll fræg á einni nóttu!

Júní: Fór til Rvk og týndi saman afganginn af dótinu mínu og var þá alflutt austur. Var líka dugleg að vera úti í sólinni, með sólarvörn að sjálfsögðu, til að ná í lit fyrir sumarfríið.

Júlí: Í júlí stóð að sjálfsögðu uppúr mæðgna-systraferðin til Danmerkur. Það var yndislegt að sjá hvað Sigga frænka skemmti sér vel í fyrstu utanlandsferðinni sinni sem tók heila viku. Við Dawid fórum líka í skreppitúr til Borgarfjarðar og hittum einmitt Þóru frænku þar með fjölskylduna, hún sem býr á Sauðárkróki! Spennan magnast því við förum til Grikklands í ágúst.

Ágúst: Róleg verlsunarmannahelgi í firðinum því 5.ágúst lögðum við í hann í 3ja vikna reisu til Grikklands að hitta fjölskylduna hans Dawids. Það var rosalega gaman þar en líka erfitt að vera alveg mállaus. Það var líka mjög heitt og einn dag fór í 50°c. Skoðaði að sjálfsögðu margt og mikið en samt ekki nóg og keypti mér nýja myndavél og tók fullt af myndum. Sáum Akropolis og fleiri fornmynjar, fórum í búðir, borðuðum úti oft og mörgum sinnum, fórum út í eyju og bara höfðum það notalegt suma dagana.

September: Þetta er tímamótamánuður því ég byrja að vinna eftir langt hlé. 50% starf sem móttökuritari á heilsugæslunni er alveg málið. Ég flutti líka formlega inn til Dawids og keypti húsgögn í Ikea til að gera heimilislegra og losa okkur við eitthvað af dótinu hans Dýra.

Október: Mikið að gera í vinnunni því Birna skrapp til útlanda og ég var allan daginn, alltaf að komast betur og betur inn í allt og er bara mjög hamingjusöm og ánægð með lífið og tilveruna. Sunnudagarnir einkennast af Bónusferðum og pizzu í Söluskálanum ásamt smá kúreríi.

Nóvember: Dawid kjálkabrotnar og við förum akut-suður með hann í aðgerð. Náum að kaupa smá jólagjafir og fara í Ikea. Þannig að í heildina var þetta rólegur mánuður þar sem ég var að hjúkra manninum mínum og borða súpur. Skellti mér samt á eitt ball sem var mjög skemmtilegt.

Desember: Endalausar ferðir til Egils til að kaupa jólagjafir. Hef ekki þurft að kaupa gjafir fyrir austan í 10 ár svo þetta var skrítið en heppnaðist vel. Jólaskreytingar hertóku huga minn um skeið og svo hafði ég það bara ósköp notalegt með kaffidrykkju með Gullu og stelpunum á daginn og rólegheitum með Dawid á kvöldin. Mamma bauð okkur líka á jólahlaðborð í Skaftfelli og svo voru jólin sjálf auðvitað alveg frábær með góðum mat, góðu fólki og góðum gjöfum. Áramótin voru ekkert síðri.

Nýja árið byrjaði ágætlega fyrir utan smá rifrildi við Marcin en það jafnar sig á endanum. Við erum komin með nýja leigusala og það byrjar bara vel...vona ég amk! Ég er ennþá á fullu að gera íbúðina notalega og hreiðurgerðin er ekkert að trappast niður. Er ennþá ánægð í vinnunni og sátt við lífið og tilveruna og lífið er bara mjög gott...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er tessi hreidurgerd e-d sem madur ætti ad hafa ahyggjur af hehe ; ) gott arid frænka og vona ad tid hafid tad gott tarna heima

Nafnlaus sagði...

...já nú fer ég bara að drita niður börnum!!! Hehehehe nei nei ekki alveg strax en mér finnst bara svo gott að vera heima og hafa notalegt í kringum mig fyrst ég get það...

Goa sagði...

Gott!
Elsku hjartans stelpan mín!
Ég er svo stolt af þér!

Hjartanskram...

Nafnlaus sagði...

Hvað er eiginlega að mér?? Ég gleymi alltaf að lesa þig þegar ég er heima, en um leið og ég flyt, þá fer ég að lesa! EKki gott...En takk fyrir árið :* Það var bara nokkuð gott =)