þriðjudagur, ágúst 05, 2008

...Danmörk var yndisleg, heitt og gott og bjórinn flaut og peningarnir fuku í vasa sænsks mógúls. Þetta voru æðislegir dagar en það var rosalega gott að koma aftur heim og sjá Dawid og pabba gamla. Það voru 30 gráður alla dagana og auðvitað miklu heitara í þröngu götunum í gamla bænum. Við skruppum í tívolí, Rosenborgarkastala, Fields að versla, Strikið þrætt nokkrum sinnum en bara einu sinni til að versla og þá sendum við Jóna mömmurnar bara á saf n á meðan. Fórum líka til Dragör og hittum, Gyðu, Röggu og Dóru í smá stund áður en þær héldu til Odense. Þær hinar fóru svo í dýragarð en ég ákvað að hvíla mig heima og sofa því ég var vansvefta eftir margra daga andvökur, hef líka oft komið í dýragarð. Svo röltum við bara um, skoðuðum Nýhöfnina, fórum í siglingu um kanalinn og sátum svo á kaffihúsum og matsölustöðum og höfðum það reglulega gott. Pabbi bauð okkur svo út að borða og við völdum Jensens Böffhus og þar fengum við reglulega góða og risastórar nautasteikur og auðvitað forrétt og eftirrétt og alles. Þetta var reglulega góð upphitun fyrir Grikkland en þangað er ég einmitt að fara á morgun. Skrítið að hafa verið að tala um þetta síðan um páskana og núna er þetta bara að skella á! Var eitthvað að reyna að pakka í dag en það gekk frekar illa því ég veit ekkert hvað ég á að hafa með mér eða þarf að hafa með mér. En mér tókst fyrir rest að koma einhverju í töskuna og svo er bara að loka henni og koma sér af stað.

Verið nú dugleg að senda mér kveðjur hingað og sms meðan ég er úti svo ég verði ekki einmanna, verð að fá smá ást frá klakanum annað slagið...

1 ummæli:

Magdalena sagði...

ást, ást, ást, þá þarft'ekki að kljást ;)